Ráðast verði í átak til að sporna gegn „ófremdarástandi“ á sifjadeildinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:15 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún hefur áhyggjur af stöðu sifjadeildar hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“ Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“
Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira