Minni afgangur af rekstri borgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2019 13:57 Grafarvogur. Vísir/Vilhelm Afgangur af rekstri Reykjavíkurborgar dróst saman á milli ára. Rekstrarafgangur borgarinnar nam 4,7 milljörðum króna árið 2018, samanborið við rétt tæplega 5 milljarða í fyrra. Munurinn á rekstrarniðurstöðu samstæðu borgarinnar, þ.e. A- og B-hluta, milli ára er hins vegar nokkuð meiri. Niðurstaðan var jákvæð um 12,3 milljarða árið 2018 en var 28 milljarðar árið áður. Í ársreikningi borgarinnar kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 4,7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um rétt rúmlega 4 milljarða. Betri rekstrarniðurstaða er sögð skýrast einkum af 299 milljóna króna hærri skatttekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Auk þess var gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga næstum 300 milljónum lægri en áætlað var. Þá var rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar jákvæð um 12,3 milljarða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 17,7 milljarða. „Helstu frávik frá áætlun samstæðu má rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu,“ segir í útskýringu borgarinnar. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að honum þyki niðurstaðan ánægjuleg í ljósi þess að borgin sé að skila afgangi þriðja árið í röð.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kveðst kátur með uppgjörið.vísir/ernir„Frá árinu 2010 hefur þurft að taka mikið til í rekstrinum. Um leið og svigrúm myndaðist lögðum við aðaláherslu á að bæta fjármagni inn í velferðar- og skólamál. Á undanförnum árum höfum við einnig lagt mikla áherslu á framkvæmdir og fjárfestingar á vegum borgarinnar þar sem við höfum forgangsraðað í þágu barna. Við höfum byggt skóla, leikskóla og íþróttaaðastöðu í Úlfarsárdal sem brátt sér fyrir endann á. Þá hófum við uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Suður-Mjódd og endurnýjuðum leikskóla- og skólalóðir um alla borg,“ segir Dagur. „Við lækkuðum álagningarhlutfall fasteignagjalda um 10% auk þess að gefa eldri borgurum og öryrkjum sérafslátt. Við höfum einnig verið með stórátak í malbikun gatna og lagningu nýrra hjólastíga í borginni. Í ljósi alls þessa fögnum við niðurstöðunni sérstaklega – því uppgjörið sýnir borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, leggur áherslu á góða innviði og forgangsraðar í þágu velferðarmála og skólamála,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.Ársreikning borgarinnar má nálgast hér Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Segir uppgjörið í borginni bara fallegt í fjarska Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 27. apríl 2018 06:00 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Afgangur af rekstri Reykjavíkurborgar dróst saman á milli ára. Rekstrarafgangur borgarinnar nam 4,7 milljörðum króna árið 2018, samanborið við rétt tæplega 5 milljarða í fyrra. Munurinn á rekstrarniðurstöðu samstæðu borgarinnar, þ.e. A- og B-hluta, milli ára er hins vegar nokkuð meiri. Niðurstaðan var jákvæð um 12,3 milljarða árið 2018 en var 28 milljarðar árið áður. Í ársreikningi borgarinnar kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 4,7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um rétt rúmlega 4 milljarða. Betri rekstrarniðurstaða er sögð skýrast einkum af 299 milljóna króna hærri skatttekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Auk þess var gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga næstum 300 milljónum lægri en áætlað var. Þá var rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar jákvæð um 12,3 milljarða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 17,7 milljarða. „Helstu frávik frá áætlun samstæðu má rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu,“ segir í útskýringu borgarinnar. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, að honum þyki niðurstaðan ánægjuleg í ljósi þess að borgin sé að skila afgangi þriðja árið í röð.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kveðst kátur með uppgjörið.vísir/ernir„Frá árinu 2010 hefur þurft að taka mikið til í rekstrinum. Um leið og svigrúm myndaðist lögðum við aðaláherslu á að bæta fjármagni inn í velferðar- og skólamál. Á undanförnum árum höfum við einnig lagt mikla áherslu á framkvæmdir og fjárfestingar á vegum borgarinnar þar sem við höfum forgangsraðað í þágu barna. Við höfum byggt skóla, leikskóla og íþróttaaðastöðu í Úlfarsárdal sem brátt sér fyrir endann á. Þá hófum við uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Suður-Mjódd og endurnýjuðum leikskóla- og skólalóðir um alla borg,“ segir Dagur. „Við lækkuðum álagningarhlutfall fasteignagjalda um 10% auk þess að gefa eldri borgurum og öryrkjum sérafslátt. Við höfum einnig verið með stórátak í malbikun gatna og lagningu nýrra hjólastíga í borginni. Í ljósi alls þessa fögnum við niðurstöðunni sérstaklega – því uppgjörið sýnir borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, leggur áherslu á góða innviði og forgangsraðar í þágu velferðarmála og skólamála,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.Ársreikning borgarinnar má nálgast hér
Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Segir uppgjörið í borginni bara fallegt í fjarska Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 27. apríl 2018 06:00 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Segir uppgjörið í borginni bara fallegt í fjarska Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 27. apríl 2018 06:00
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50