Þann 11. apríl vék Basha úr embætti en við tók herforingjastjórn, en mótmælin hafa haldið áfram þar sem almenningur krefst þess að núverandi stjórn setji í gildi kröfur Súdönsku þjóðarinnar.
Marwa al-Faki sagði í samtali við BBC að aðgerðarsinnar vildu að fyrrum stjórnvöld yrðu gerð ábyrg og skiluðu fjármunum aftur til súdönsku þjóðarinnar og að allir þeir sem handteknir hafi verið í mótmælum yrðu leystir úr haldi.
Mótmælendur hafa á síðustu dögum safnast saman fyrir framan höfuðstöðvar hersins í Khartoum til að krefja herforingjastjórnina um að mæta kröfum mótmælenda.