Umspilinu um sæti í Olísdeild karla í handbolta hefur verið frestað þar til dómstóll HSÍ hefur dæmt í máli HK og Þróttar. HSÍ tilkynnit þetta í kvöld.
HK og Þróttur eigast við í undanúrslitum umspilsins um sæti í Olísdeildinni. HK vann fyrsta leikinn 27-24 en Þrótti var dæmdur sigur. HK hefur kært þann úrskurð.
Þrótti var dæmdur sigur vegna þess að HK tefldi fram ólöglegum leikmanni að mati mótanefndar.
Í dag barst HSÍ kæra frá HK, Kópavogsliðið kærði úrskurð mótanefndar og fer málið því fyrir dómstól HSÍ.
Dómstóllinn mun taka málið fyrir í komandi viku en óljóst hvenær úrskurður liggur fyrir. Þar til lausn hefur fengist í málinu hefur umspilinu verið frestað.
HK vann leik tvö í Digranesinu í dag og knúði því fram oddaleik. Hvort hann þurfi að fara fram kemur í ljós þegar úrskurður liggur fyrir. Sigurvegari einvígisins mætir Víkingi í úrslitum um laust sæti í Olísdeildinni.
HK kærði úrskurð mótanefndar │Umspilinu frestað
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

