KA varð í dag Íslandsmeistari í blaki í kvennaflokki eftir að liðið hafði betur gegn HK í oddaleik liðanna fyrir norðan heiða, 3-0.
Sigur KA var í raun aldrei í hættu í dag. Liðið var betri á öllum sviðum en þær unnu hrinurnar 25-18, 25-17 og 25-19 en HK hafði unnið síðustu tvær rimmur liðanna.
Það er því frábærum vetri að ljúka hjá KA-liðinu en þær unnu alla þrjá titlana sem í boði eru í kvennaflokki; deildarmeistarar, Íslandsmeistararar og bikarmeistarar.
Þær höfðu ekki áður orðið bikarmeistarar en þær tryggðu sér fyrsta bikarmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Magnaður vetur hjá þeim gulklæddu.
KA vann alla þrjá titlana í kvennaflokki
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn


Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti

