Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 18:30 Aðstandendur syrgja hina 12 ára gömlu Sneha Savindi, eitt af fórnarlömbum hryðjuverkanna. AP/Gemunu Amarasinghe Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24