Eyjamenn vonsviknir og saka Björgun um svik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 16:28 Krafa Bæjarráðs er að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Stefán Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar, þar sem verktakanum mátti vera það fullljóst fyrirfram að veður á páskadag og annan í páskum gaf gott tækifæri til dýpkunar. Sá tími var hins vegar ekki nýttur nema að litlu leyti. Því fóru dýrmætar klukkustundir í súginn þegar dýpkunarskip hefðu getað athafnað sig með góðu móti. Svo segir í fundargerð Bæjarráðs Vestmannaeyja en fundað var símleiðis með Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í síma. Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum segjast margoft hafa ítrekað áhyggjur sínar af afkastagetu verktakans til dýpkunar. „Við það bætist nú að þrátt fyrir fögur fyrirheit og fullyrðingar um metnað verktakans til þess að dýpka þegar færi gefst, er lítið um efndir. Staðan er með öllu ólíðandi fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum,“ segir í fundargerðinni. „Krafa Bæjarráðs er að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem getur sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist lang fram á vorið. Ekki er boðlegt að dýpkunaraðili sem sinnir verkinu hafi hvorki tækjakost né metnað til þess og haldi þannig samfélaginu í Vestmannaeyjum í gíslingu. Ekki verður búið við ástandið lengur og er aðgerða þörf.“ Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Aðstæður oft verri en spáin Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk. 22. apríl 2019 19:30 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna fyrirtæksins. 22. apríl 2019 13:43 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar, þar sem verktakanum mátti vera það fullljóst fyrirfram að veður á páskadag og annan í páskum gaf gott tækifæri til dýpkunar. Sá tími var hins vegar ekki nýttur nema að litlu leyti. Því fóru dýrmætar klukkustundir í súginn þegar dýpkunarskip hefðu getað athafnað sig með góðu móti. Svo segir í fundargerð Bæjarráðs Vestmannaeyja en fundað var símleiðis með Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í síma. Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum segjast margoft hafa ítrekað áhyggjur sínar af afkastagetu verktakans til dýpkunar. „Við það bætist nú að þrátt fyrir fögur fyrirheit og fullyrðingar um metnað verktakans til þess að dýpka þegar færi gefst, er lítið um efndir. Staðan er með öllu ólíðandi fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum,“ segir í fundargerðinni. „Krafa Bæjarráðs er að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem getur sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist lang fram á vorið. Ekki er boðlegt að dýpkunaraðili sem sinnir verkinu hafi hvorki tækjakost né metnað til þess og haldi þannig samfélaginu í Vestmannaeyjum í gíslingu. Ekki verður búið við ástandið lengur og er aðgerða þörf.“
Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Aðstæður oft verri en spáin Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk. 22. apríl 2019 19:30 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna fyrirtæksins. 22. apríl 2019 13:43 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Aðstæður oft verri en spáin Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk. 22. apríl 2019 19:30
Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15
Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna fyrirtæksins. 22. apríl 2019 13:43