Hitinn gæti farið yfir 15 stig á sumardaginn fyrsta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:56 Girnilegt hitakort morgundagsins. Ef marka má textaspá Veðurstofu Íslands fyrir morgundaginn, sumardaginn fyrsta, gæti hiti náð allt að 17 stigum þegar sumarið gengur loks í garð. Spáð er bjartviðri víða um land en það mun þykkna upp seinni partinn og rigna um kvöldið. Áfram verður þó þurrt norðanlands. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag, á morgun og í raun alveg fram í næstu viku sé útlit fyrir austlægan vinda og óvenju litla tilbreytingu í vindátt. Þá sé loftið sem berst yfir landið talsvert hlýrra en það sem gengur og gerist á þessum árstíma. Búast má við því að regnsvæði berist öðru hvoru yfir landið en á milli þeirra munu koma ágætir þurrir kaflar, til dæmis á sumardaginn fyrsta. „Þá er útlit fyrir verði bjart nokkuð víða og hitinn gæti náð í um eða yfir 15 stig í mörgum landshlutum. Það er þó ekki von á að hitinn nái sér á strik með austurströndinni þar sem blæs af hafi og ekki er loku fyrir það skotið að þoka láti á sér kræla á þeim slóðum. Seinnipart fimmtudags þykknar upp á landinu og fer að rigna um kvöldið, en áfram þurrt norðanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 3-10 m/s í dag, en 10-15 syðst. Rigning eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Austan 8-13 á morgun, en 13-18 með suðurströndinni. Víða bjartviðri, en þokubakkar austast á landinu. Hiti 10 til 17 stig, en svalara á Austfjörðum. Þykknar upp seinnipartinn og fer að rigna annað kvöld, en áfram þurrt norðanlands.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Austan 8-13 m/s, en 13-18 með suðurströndinni. Víða bjartviðri, en þokubakkar austast á landinu. Hiti 10 til 17 stig, en svalara á Austfjörðum. Þykknar upp seinnipartinn og fer að rigna um kvöldið, en áfram þurrt norðanlands.Á föstudag:Austan 5-13 m/s með vætu, en úrkomulítið um landið vestanvert. Hiti frá 6 stigum austast, upp í 15 stig á Vesturlandi.Á laugardag:Austan 5-13 og rigning með köflum um allt land. Hiti breytist lítið.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Austanátt, víða 5-10 m/s. Dálítil væta af og til um landið austanvert, en lengst af þurrt annars staðar. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi. Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira
Ef marka má textaspá Veðurstofu Íslands fyrir morgundaginn, sumardaginn fyrsta, gæti hiti náð allt að 17 stigum þegar sumarið gengur loks í garð. Spáð er bjartviðri víða um land en það mun þykkna upp seinni partinn og rigna um kvöldið. Áfram verður þó þurrt norðanlands. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag, á morgun og í raun alveg fram í næstu viku sé útlit fyrir austlægan vinda og óvenju litla tilbreytingu í vindátt. Þá sé loftið sem berst yfir landið talsvert hlýrra en það sem gengur og gerist á þessum árstíma. Búast má við því að regnsvæði berist öðru hvoru yfir landið en á milli þeirra munu koma ágætir þurrir kaflar, til dæmis á sumardaginn fyrsta. „Þá er útlit fyrir verði bjart nokkuð víða og hitinn gæti náð í um eða yfir 15 stig í mörgum landshlutum. Það er þó ekki von á að hitinn nái sér á strik með austurströndinni þar sem blæs af hafi og ekki er loku fyrir það skotið að þoka láti á sér kræla á þeim slóðum. Seinnipart fimmtudags þykknar upp á landinu og fer að rigna um kvöldið, en áfram þurrt norðanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 3-10 m/s í dag, en 10-15 syðst. Rigning eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Austan 8-13 á morgun, en 13-18 með suðurströndinni. Víða bjartviðri, en þokubakkar austast á landinu. Hiti 10 til 17 stig, en svalara á Austfjörðum. Þykknar upp seinnipartinn og fer að rigna annað kvöld, en áfram þurrt norðanlands.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Austan 8-13 m/s, en 13-18 með suðurströndinni. Víða bjartviðri, en þokubakkar austast á landinu. Hiti 10 til 17 stig, en svalara á Austfjörðum. Þykknar upp seinnipartinn og fer að rigna um kvöldið, en áfram þurrt norðanlands.Á föstudag:Austan 5-13 m/s með vætu, en úrkomulítið um landið vestanvert. Hiti frá 6 stigum austast, upp í 15 stig á Vesturlandi.Á laugardag:Austan 5-13 og rigning með köflum um allt land. Hiti breytist lítið.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:Austanátt, víða 5-10 m/s. Dálítil væta af og til um landið austanvert, en lengst af þurrt annars staðar. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira