Starfsmaður álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins á þriðja tímanum í dag.
Hann var fluttur með sjúkrabíl til Neskaupsstaðar en áverkar hans voru taldir slíkir að ákveðið var að fljúga honum á Landspítalann í Fossvogi.
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá slysinu en ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins. Slysið hefur verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins.

