Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures. „Það er alrangt að dregið hafi úr gæðum í ferðaþjónustu samhliða vexti Arctic Adventures. Það endurspeglast meðal annars í fjölbreyttara vöruframboði, sem margir ferðamenn sækjast í, og auknu öryggi ferðamanna,“ segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. Stéttarfélag leiðsögumanna, með Indriða Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra, í stafni, lagðist gegn samruna Arctic Adventures og Into the Glacier og fleiri félaga, sem Samkeppniseftirlitið heimilaði og taldi hann geta haft áhrif á kjör leiðsögumanna. „Viðskiptavinum fjölgaði verulega í fyrra. Þeir töldu 300 þúsund og það stefnir í verulega aukningu í ár. Ef þjónustan væri slök myndu ferðamennirnir leita annað. Á tímum samfélagsmiðla og ferðasíðna spyrst fljótt út þegar fyrirtæki veita slæma þjónustu,“ segir Jón Þór. Í bréfi Leiðsagnar segir að fjöldi starfsmanna hjá Arctic Adventures hafi leitað til stéttarfélagsins vegna vanefnda fyrirtækisins á kjarasamningi. Aukinheldur séu starfsmenn, fyrst og fremst erlendir, skráðir í önnur stéttarfélög sem ekki fylgi kjarasamningi fyrir störfin og hóti atvinnumissi leiti þeir til félagsins. „Þetta er ekki rétt. Við höfum ekki fengið kvartanir frá starfsfólki og ef það koma upp vandamál leysum við að sjálfsögðu úr þeim. Okkur er annt um starfsmenn okkar. Hér starfa hátt í 200 leiðsögumenn, íslenskir og erlendir. Margir íslensku leiðsögumannanna eru með þeim reyndari sem starfa á landinu. Starfsmenn hafa frjálsar hendur í hvaða stéttarfélagi þeir eru, enda er félagafrelsi mikilvægt í íslenskum lögum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þeir kjósi að vera í öðrum stéttarfélögum, til að mynda sjúkraréttindi eða aðgangur að orlofshúsum. Kjarasamningur leiðsögumanna stendur sama í hvaða stéttarfélagi fólk er.“ Jón Þór segir að það sé misskilningur að laun leiðsögumanna hafi lækkað við samruna við Extreme Iceland árið 2017. Samlegð hafi verið í samrunanum sem hafi gert það að verkum að færra starfsfólk þurfi til. „Arctic Adventures tók yfir framkvæmd á öllum ferðum og þegar í ljós kom að bæta þurfti við starfsfólki hjá Arctic voru þau störf auglýst, og sóttu margir um sem áður höfðu unnið fyrir Extreme Iceland og eru núna mikilvægur hluti af okkar leiðsögumannahópi. Þetta snerist ekki um að ráða fólk á lægra kaupi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. 9. janúar 2019 08:00 Risar í íslenskri ferðaþjónustu sameina krafta sína Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures. 9. janúar 2019 14:58 Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún gaf 9-5 lífið upp á bátin og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar. 9. mars 2019 14:00 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
„Það er alrangt að dregið hafi úr gæðum í ferðaþjónustu samhliða vexti Arctic Adventures. Það endurspeglast meðal annars í fjölbreyttara vöruframboði, sem margir ferðamenn sækjast í, og auknu öryggi ferðamanna,“ segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. Stéttarfélag leiðsögumanna, með Indriða Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra, í stafni, lagðist gegn samruna Arctic Adventures og Into the Glacier og fleiri félaga, sem Samkeppniseftirlitið heimilaði og taldi hann geta haft áhrif á kjör leiðsögumanna. „Viðskiptavinum fjölgaði verulega í fyrra. Þeir töldu 300 þúsund og það stefnir í verulega aukningu í ár. Ef þjónustan væri slök myndu ferðamennirnir leita annað. Á tímum samfélagsmiðla og ferðasíðna spyrst fljótt út þegar fyrirtæki veita slæma þjónustu,“ segir Jón Þór. Í bréfi Leiðsagnar segir að fjöldi starfsmanna hjá Arctic Adventures hafi leitað til stéttarfélagsins vegna vanefnda fyrirtækisins á kjarasamningi. Aukinheldur séu starfsmenn, fyrst og fremst erlendir, skráðir í önnur stéttarfélög sem ekki fylgi kjarasamningi fyrir störfin og hóti atvinnumissi leiti þeir til félagsins. „Þetta er ekki rétt. Við höfum ekki fengið kvartanir frá starfsfólki og ef það koma upp vandamál leysum við að sjálfsögðu úr þeim. Okkur er annt um starfsmenn okkar. Hér starfa hátt í 200 leiðsögumenn, íslenskir og erlendir. Margir íslensku leiðsögumannanna eru með þeim reyndari sem starfa á landinu. Starfsmenn hafa frjálsar hendur í hvaða stéttarfélagi þeir eru, enda er félagafrelsi mikilvægt í íslenskum lögum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þeir kjósi að vera í öðrum stéttarfélögum, til að mynda sjúkraréttindi eða aðgangur að orlofshúsum. Kjarasamningur leiðsögumanna stendur sama í hvaða stéttarfélagi fólk er.“ Jón Þór segir að það sé misskilningur að laun leiðsögumanna hafi lækkað við samruna við Extreme Iceland árið 2017. Samlegð hafi verið í samrunanum sem hafi gert það að verkum að færra starfsfólk þurfi til. „Arctic Adventures tók yfir framkvæmd á öllum ferðum og þegar í ljós kom að bæta þurfti við starfsfólki hjá Arctic voru þau störf auglýst, og sóttu margir um sem áður höfðu unnið fyrir Extreme Iceland og eru núna mikilvægur hluti af okkar leiðsögumannahópi. Þetta snerist ekki um að ráða fólk á lægra kaupi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. 9. janúar 2019 08:00 Risar í íslenskri ferðaþjónustu sameina krafta sína Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures. 9. janúar 2019 14:58 Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún gaf 9-5 lífið upp á bátin og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar. 9. mars 2019 14:00 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. 9. janúar 2019 08:00
Risar í íslenskri ferðaþjónustu sameina krafta sína Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures. 9. janúar 2019 14:58
Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún gaf 9-5 lífið upp á bátin og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar. 9. mars 2019 14:00
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent