Gæsluvarðhald framlengt vegna brunans á Selfossi: Ekki fallist á að fyrri úrskurðir væru ógildir vegna dóms MDE Sylvía Hall skrifar 25. apríl 2019 10:33 Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars. Vísir/Sigurjón Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum á Selfossi þann 31. október á síðasta ári sem varð tveimur að bana. Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum. Vildi verjandi ákærða meina að sömu sjónarmið ættu við í þessu máli vegna skipan eins dómara sem kveðið hefur upp fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði og væru þeir því ógildir. Þá hélt hann því fram að ströngum skilyrðum um gæsluvarðhald væri ekki fullnægt.Sjá einnig: Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Landsréttur féllst ekki á þau rök að niðurstaða Mannréttindadómstólsins ætti að leiða til þess að kröfu Héraðssaksóknara yrði hafnað og var fallist á það með ákæruvaldinu að hinn ákærði væri undir sterkum grun að hafa gerst sekur um refsiverðan verknað sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Ákærði var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í málinu en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí en ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 1. nóvember. Vegna alvarleika brotsins var gæsluvarðhald talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Málið var þingfest þann 24. janúar og er ákærða gefið að sök brenna og manndráp, til vara brenna og manndráp af gáleysi, með því að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum á neðri hæð hússins. Með því hafi hann valdið eldsvoða með þeim afleiðingum að maður og kona létust á efri hæð hússins en ákærði er sagður ekki hafa gert tilraun til þess að vara þau við eldinum né komið þeim til bjargar áður en hann yfirgaf húsið. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum á Selfossi þann 31. október á síðasta ári sem varð tveimur að bana. Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum. Vildi verjandi ákærða meina að sömu sjónarmið ættu við í þessu máli vegna skipan eins dómara sem kveðið hefur upp fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði og væru þeir því ógildir. Þá hélt hann því fram að ströngum skilyrðum um gæsluvarðhald væri ekki fullnægt.Sjá einnig: Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Landsréttur féllst ekki á þau rök að niðurstaða Mannréttindadómstólsins ætti að leiða til þess að kröfu Héraðssaksóknara yrði hafnað og var fallist á það með ákæruvaldinu að hinn ákærði væri undir sterkum grun að hafa gerst sekur um refsiverðan verknað sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Ákærði var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í málinu en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí en ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 1. nóvember. Vegna alvarleika brotsins var gæsluvarðhald talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Málið var þingfest þann 24. janúar og er ákærða gefið að sök brenna og manndráp, til vara brenna og manndráp af gáleysi, með því að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum á neðri hæð hússins. Með því hafi hann valdið eldsvoða með þeim afleiðingum að maður og kona létust á efri hæð hússins en ákærði er sagður ekki hafa gert tilraun til þess að vara þau við eldinum né komið þeim til bjargar áður en hann yfirgaf húsið.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51
Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01
Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40