Tek fjölmargt jákvætt frá Hollandi Hjörvar Ólafsson skrifar 26. apríl 2019 12:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fréttablaðið/getty Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðsframherji í knattspyrnu, leikur í dag sinn síðasta leik í bili hið minnsta fyrir hollenska liðið PSV Eindhoven þegar liðið mætir Twente í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar. Berglind Björg gekk í raðir PSV ásamt samherja sínum hjá landsliðinu, Önnu Björk Kristjánsdóttur, í byrjun febrúar en Berglind kom á láni frá Breiðabliki. Berglind fékk draumabyrjun í sínum fyrsta leik en hún opnaði þar markareikning fyrir félagið en það er eina markið sem hún hefur skorað fyrir liðið. Hún hefur einungis leikið sex leiki á þeim þremur mánuðum sem hún hefur verið í herbúðum PSV. Þrátt fyrir það lítur hún jákvæðum augum á veru sína í Eindhoven og telur sig hafa bætt sig á þeim tíma sem hún hefur verið þar. Hún er spennt fyrir komandi tímum með Breiðabliki en hún kemur heim á morgun og verður klár í slaginn þegar Blikar leika við ÍBV í fyrstu umferð Pepsi Maxdeildarinnar á föstudaginn eftir slétta viku. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur fyrir mig. Það er bæði gaman og þroskandi að stíga út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt. Æfingarnar hér eru í háum gæðaflokki og ég tel mig hafa bætt mig og kem í mjög góðu líkamlegu formi inn í deildina heima,“ segir Berglind Björg um tíma sinn í Hollandi. „Ég byrjaði mjög vel og skoraði í mínum fyrsta leik og spilaði svolítið eftir það. Svo fór mínútum að fækka eftir að ég fór í landsliðsverkefnið um mánaðamótin febrúar-mars. Ég kom náttúrulega á miðju tímabili og á tíma þar sem liðinu hafði gengið vel. Þess vegna skil ég það vel að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri þótt ég hefði vissulega viljað spila meira,“ segir framherjinn um spiltíma sinn. „Deildin hérna er mjög misskipt þar sem þrjú efstu liðin eru í háum gæðaflokki en liðin þar fyrir neðan eru töluvert slakari. Toppslagirnir eru betri leikir en í deildinni heima en liðin þar fyrir neðan í svipuðum klassa og einhver slakari en liðin í Pepsi Max-deildinni,“ segir hún um hollensku úrvalsdeildina. „Það væri frábært að kveðja með því að spila og leggja mitt af mörkum í lokaleiknum. Ég hlakka svo mjög til þess að koma aftur heim og byrja að spila með Blikum á nýjan leik. Það stefnir í spennandi toppbaráttu í sumar og að deildin verði sterkari en í fyrra. Ég er mjög spennt og vildi frekar ná fyrsta leiknum með Breiðabliki en leiknum í lokaumferðinni með PSV,“ segir Berglind um framhaldið. „Forráðamenn PSV hafa rætt við mig um hvað ég ætli að gera næsta haust en ég ætla bara að bíða og sjá til. Ég veit að það verða þó nokkrar breytingar á leikmannahópnum eftir tímabilið. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur utan á lán eftir að leiktíðinni lýkur hér heima næsta haust. Þá myndi ég hins vegar vilja vera í stærra hlutverki og spila meira,“ segir hún enn fremur um möguleikann á því að hún leiki aftur með PSV. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðsframherji í knattspyrnu, leikur í dag sinn síðasta leik í bili hið minnsta fyrir hollenska liðið PSV Eindhoven þegar liðið mætir Twente í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar. Berglind Björg gekk í raðir PSV ásamt samherja sínum hjá landsliðinu, Önnu Björk Kristjánsdóttur, í byrjun febrúar en Berglind kom á láni frá Breiðabliki. Berglind fékk draumabyrjun í sínum fyrsta leik en hún opnaði þar markareikning fyrir félagið en það er eina markið sem hún hefur skorað fyrir liðið. Hún hefur einungis leikið sex leiki á þeim þremur mánuðum sem hún hefur verið í herbúðum PSV. Þrátt fyrir það lítur hún jákvæðum augum á veru sína í Eindhoven og telur sig hafa bætt sig á þeim tíma sem hún hefur verið þar. Hún er spennt fyrir komandi tímum með Breiðabliki en hún kemur heim á morgun og verður klár í slaginn þegar Blikar leika við ÍBV í fyrstu umferð Pepsi Maxdeildarinnar á föstudaginn eftir slétta viku. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur fyrir mig. Það er bæði gaman og þroskandi að stíga út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt. Æfingarnar hér eru í háum gæðaflokki og ég tel mig hafa bætt mig og kem í mjög góðu líkamlegu formi inn í deildina heima,“ segir Berglind Björg um tíma sinn í Hollandi. „Ég byrjaði mjög vel og skoraði í mínum fyrsta leik og spilaði svolítið eftir það. Svo fór mínútum að fækka eftir að ég fór í landsliðsverkefnið um mánaðamótin febrúar-mars. Ég kom náttúrulega á miðju tímabili og á tíma þar sem liðinu hafði gengið vel. Þess vegna skil ég það vel að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri þótt ég hefði vissulega viljað spila meira,“ segir framherjinn um spiltíma sinn. „Deildin hérna er mjög misskipt þar sem þrjú efstu liðin eru í háum gæðaflokki en liðin þar fyrir neðan eru töluvert slakari. Toppslagirnir eru betri leikir en í deildinni heima en liðin þar fyrir neðan í svipuðum klassa og einhver slakari en liðin í Pepsi Max-deildinni,“ segir hún um hollensku úrvalsdeildina. „Það væri frábært að kveðja með því að spila og leggja mitt af mörkum í lokaleiknum. Ég hlakka svo mjög til þess að koma aftur heim og byrja að spila með Blikum á nýjan leik. Það stefnir í spennandi toppbaráttu í sumar og að deildin verði sterkari en í fyrra. Ég er mjög spennt og vildi frekar ná fyrsta leiknum með Breiðabliki en leiknum í lokaumferðinni með PSV,“ segir Berglind um framhaldið. „Forráðamenn PSV hafa rætt við mig um hvað ég ætli að gera næsta haust en ég ætla bara að bíða og sjá til. Ég veit að það verða þó nokkrar breytingar á leikmannahópnum eftir tímabilið. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur utan á lán eftir að leiktíðinni lýkur hér heima næsta haust. Þá myndi ég hins vegar vilja vera í stærra hlutverki og spila meira,“ segir hún enn fremur um möguleikann á því að hún leiki aftur með PSV.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira