Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 11:00 Stytta af St. James í St. Sebastian's kirkjunni. Myndin sýnir gífurlegan fjölda fara eftir sprengjubrot. AP/Manish Swarup Yfirvöld í Srí Lanka telja að leiðtogi páskaárásanna hafi sprengt sig í loft upp í einni árásinni. Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. Hótelið var eitt af sex hótelum og kirkjum þar sem vígamenn sprengdu sig í loft upp svo minnst 250 manns létu lífið. Næstráðandi Hashim hefur verið handtekinn. Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, sagði í morgun að talið væri að um 130 manns sem tengist Íslamska ríkinu haldi til á eyjunni og enn eigi eftir að handtaka 70 af þeim.Zahran Hashim var öfgafullur en lítt þekktur klerkur sem var meðlimur í hópi sem skemmdi búddastyttur í Srí Lanka fyrir nokkrum árum. Síðan þá hafði hann birt fjölda af myndböndum á Youtube þar sem hann kallaði eftir árásum gegn öllum þeim sem ekki væru íslamstrúar.Vísir/GraphicNewsÍ kjölfar árásanna birtist hann á myndbandi frá Íslamska ríkinu, þar sem hann leiddi hluta árásarmannanna í að lýsa yfir hollustu við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Hann var sá eini sem sýndi andlit sitt. Það er þó ekki ljóst hvort að hann og NTJ nutu aðstoðar hryðjuverkasamtakanna eða voru einungis í samskiptum við þau. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan að árásarmennirnir hafi fengið einhverja þjálfun og hún hafi bæði farið fram erlendis og í Srí Lanka.Indverjar höfðu varað öryggisstofnanir Srí Lanka við því að NTJ hyggðu á árásir en ekki var gripið til aðgerða vegna þeirrar viðvörunar og upplýsingunum mun ekki hafa verið deilt með öðrum meðlimum ríkisstjórnar landsins en varnarmálaráðherranum, sem sagði af sér í gær. Yfirmaður lögreglunnar mun einnig hætta á næstunni. Sirisena kenndi þeim báðum um að hafa ekki deilt upplýsingunum með öðrum. Tala látinna var lækkuð af yfirvöldum Srí Lanka úr 359 í „um það bil“ 253. Sú breyting hefur ekki verið útskýrð nánar. Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið 25. apríl 2019 17:19 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Yfirvöld í Srí Lanka telja að leiðtogi páskaárásanna hafi sprengt sig í loft upp í einni árásinni. Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. Hótelið var eitt af sex hótelum og kirkjum þar sem vígamenn sprengdu sig í loft upp svo minnst 250 manns létu lífið. Næstráðandi Hashim hefur verið handtekinn. Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, sagði í morgun að talið væri að um 130 manns sem tengist Íslamska ríkinu haldi til á eyjunni og enn eigi eftir að handtaka 70 af þeim.Zahran Hashim var öfgafullur en lítt þekktur klerkur sem var meðlimur í hópi sem skemmdi búddastyttur í Srí Lanka fyrir nokkrum árum. Síðan þá hafði hann birt fjölda af myndböndum á Youtube þar sem hann kallaði eftir árásum gegn öllum þeim sem ekki væru íslamstrúar.Vísir/GraphicNewsÍ kjölfar árásanna birtist hann á myndbandi frá Íslamska ríkinu, þar sem hann leiddi hluta árásarmannanna í að lýsa yfir hollustu við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Hann var sá eini sem sýndi andlit sitt. Það er þó ekki ljóst hvort að hann og NTJ nutu aðstoðar hryðjuverkasamtakanna eða voru einungis í samskiptum við þau. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan að árásarmennirnir hafi fengið einhverja þjálfun og hún hafi bæði farið fram erlendis og í Srí Lanka.Indverjar höfðu varað öryggisstofnanir Srí Lanka við því að NTJ hyggðu á árásir en ekki var gripið til aðgerða vegna þeirrar viðvörunar og upplýsingunum mun ekki hafa verið deilt með öðrum meðlimum ríkisstjórnar landsins en varnarmálaráðherranum, sem sagði af sér í gær. Yfirmaður lögreglunnar mun einnig hætta á næstunni. Sirisena kenndi þeim báðum um að hafa ekki deilt upplýsingunum með öðrum. Tala látinna var lækkuð af yfirvöldum Srí Lanka úr 359 í „um það bil“ 253. Sú breyting hefur ekki verið útskýrð nánar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið 25. apríl 2019 17:19 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30
Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00
Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið 25. apríl 2019 17:19
Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57