Íslenskum feðgum byrlað eitur á Tenerife Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:47 Sigvaldi Kaldalóns var fararstjóri í ferðinni og var feðgunum innan handar eftir atvikið. Vísir Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali. Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali.
Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira