Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2019 18:30 Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í lok mars fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt áætluninni er uppsöfnuð heildarafkoma hins opinbera árin 2018–2022 áætluð um 171 milljarður króna. Það er um 8 milljörðum króna lakari útkoma en áður samþykkt fjármálastefna gerir ráð fyrir. Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálaáætlunni, sem á að fylgja fjármálastefnunni, eru síðan sett fram töluleg markmið um umfang, afkomu og efnahag ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu fimm ár hið skemmsta. Höfundar fjármálaáætlunarinnar 2020-2024, sem eru að öllum líkindum embættismenn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, virðast sjálfir átta sig á að fjármálastefnan og fjármálaáætlanir síðustu ára hafi verið of bjartsýnar enda segir í nýrri fjármálaáætlun á bls. 54: „Í ljósi hagvaxtar síðustu ára eins og lýst er í kafla 2 og greiningar á áhrifum útgjalda hins opinbera á eftirspurn í hagkerfinu (...) má leiða að því líkur að æskilegra hefði verið ef fjármálastefnan hefði gert ráð fyrir meiri afgangi á heildarafkomu hins opinbera á uppsveifluárum til þess að veita þenslunni meira viðnám og auka möguleika á skarpari viðspyrnu við kólnun hagkerfisins. Hins vegar hafði myndast mikil uppsöfnuð þörf fyrir innviðauppbyggingu í kjölfar efnahagsþrenginga sem þjóðarbúið gekk í gegnum eftir bankahrunið haustið 2008.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra. Vísir/VilhelmDökk mynd teiknuð upp Fjármálaráð er skipað sérfræðingum í efnahagsmálum og er ráðinu ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Í ráðinu sitja Gunnar Ólafur Haraldsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetzek. Í nýrri umsögn ráðsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er teiknuð upp dökk mynd af stöðu og horfum í opinberum fjármálum en þar segir: „Í framvindukafla í framlagðri áætlun, þegar horft er aftur í tímann og yfirtímabil áætlunarinnar allrar, endurspeglast sú staðreynd að spennitreyjan semfjármálaráð varaði við hefur raungerst. Hvort varfærnin hafi ekki veriðnægjanleg eða stjórnvöld hafi fallið í áðurnefndan freistnivanda skal ósagtlátið. Niðurstöðurnar í kaflanum gefa til kynna að svo til ekkert borð er fyrirbáru og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúiðhefur búið við frá hinu fordæmalausa efnahagsáfalli 2008.“ Þarna er án nokkurs vafa verið að vísa til þeirrar óvissu sem er framundan í efnahagslífinu ekki síst vegna lakari horfa í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air en ferðaþjónustan hefur skapað stærstan hluta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustunnar vegið þyngst í landsframleiðslunni. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir að umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun sé í takt við gagnrýni Viðskiptaráðs Íslands sem hafi talið fjármálaáætlanir síðustu ára bjartsýnar fram úr hófi. Af þeim sökum hafi ríkissjóður ekki verið rekinn með nægilega miklum afgangi. „Menn hafa teygt sig of langt með útgjöldin á síðustu árum og þá óttast maður að það sé búið að taka meira úr bankabókinni en innistæða var fyrir,“ segir Konráð. Efnahagsmál Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í lok mars fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt áætluninni er uppsöfnuð heildarafkoma hins opinbera árin 2018–2022 áætluð um 171 milljarður króna. Það er um 8 milljörðum króna lakari útkoma en áður samþykkt fjármálastefna gerir ráð fyrir. Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálaáætlunni, sem á að fylgja fjármálastefnunni, eru síðan sett fram töluleg markmið um umfang, afkomu og efnahag ríkis og sveitarfélaga fyrir næstu fimm ár hið skemmsta. Höfundar fjármálaáætlunarinnar 2020-2024, sem eru að öllum líkindum embættismenn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, virðast sjálfir átta sig á að fjármálastefnan og fjármálaáætlanir síðustu ára hafi verið of bjartsýnar enda segir í nýrri fjármálaáætlun á bls. 54: „Í ljósi hagvaxtar síðustu ára eins og lýst er í kafla 2 og greiningar á áhrifum útgjalda hins opinbera á eftirspurn í hagkerfinu (...) má leiða að því líkur að æskilegra hefði verið ef fjármálastefnan hefði gert ráð fyrir meiri afgangi á heildarafkomu hins opinbera á uppsveifluárum til þess að veita þenslunni meira viðnám og auka möguleika á skarpari viðspyrnu við kólnun hagkerfisins. Hins vegar hafði myndast mikil uppsöfnuð þörf fyrir innviðauppbyggingu í kjölfar efnahagsþrenginga sem þjóðarbúið gekk í gegnum eftir bankahrunið haustið 2008.“Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra. Vísir/VilhelmDökk mynd teiknuð upp Fjármálaráð er skipað sérfræðingum í efnahagsmálum og er ráðinu ætlað að tryggja að fram fari hlutlægt mat á stefnumörkun í opinberum fjármálum. Ráðið er sjálfstætt í störfum sínum og er því ætlað að leggja mat á hvort fimm ára fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem lög um opinber fjármál kveða á um en þau eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Í ráðinu sitja Gunnar Ólafur Haraldsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Þórhildur Hansdóttir Jetzek. Í nýrri umsögn ráðsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 er teiknuð upp dökk mynd af stöðu og horfum í opinberum fjármálum en þar segir: „Í framvindukafla í framlagðri áætlun, þegar horft er aftur í tímann og yfirtímabil áætlunarinnar allrar, endurspeglast sú staðreynd að spennitreyjan semfjármálaráð varaði við hefur raungerst. Hvort varfærnin hafi ekki veriðnægjanleg eða stjórnvöld hafi fallið í áðurnefndan freistnivanda skal ósagtlátið. Niðurstöðurnar í kaflanum gefa til kynna að svo til ekkert borð er fyrirbáru og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúiðhefur búið við frá hinu fordæmalausa efnahagsáfalli 2008.“ Þarna er án nokkurs vafa verið að vísa til þeirrar óvissu sem er framundan í efnahagslífinu ekki síst vegna lakari horfa í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air en ferðaþjónustan hefur skapað stærstan hluta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið á undanförnum árum. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustunnar vegið þyngst í landsframleiðslunni. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir að umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun sé í takt við gagnrýni Viðskiptaráðs Íslands sem hafi talið fjármálaáætlanir síðustu ára bjartsýnar fram úr hófi. Af þeim sökum hafi ríkissjóður ekki verið rekinn með nægilega miklum afgangi. „Menn hafa teygt sig of langt með útgjöldin á síðustu árum og þá óttast maður að það sé búið að taka meira úr bankabókinni en innistæða var fyrir,“ segir Konráð.
Efnahagsmál Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira