Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. apríl 2019 06:00 Jacare og Hermansson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. Jacare er orðinn 39 ára gamall og hefur verið í UFC í sex ár en ekki enn fengið titilbardaga. Jacare hefur oft verið nálægt því en tapað á lykil augnablikum. Þrátt fyrir að vera ekki á neinni rosalegri sigurgöngu hefur honum verið lofað að fá titilbardaga vinni hann í kvöld. Jacare hefur unnið fjóra af síðustu sex bardögum sínum en síðast sigraði hann Chris Weidman með rothöggi í 3. lotu. Það var hans besti sigur á ferlinum og er Jacare enn að taka framförum sem bardagamaður. Upphaflega átti Jacare að mæta Yoel Romero en sá kúbverski dró sig úr bardaganum vegna veikinda. Jack Hermansson kemur því hans stað og var Jacare tilbúinn að mæta honum að því gefnu að hann fengi titilbardaga með sigri. Hermansson fær að sama skapi tækifæri lífs síns enda hans stærsti bardagi á ferlinum til þessa. Hermansson stekkur inn með rúmlega þriggja vikna fyrirvara eftir glæstan sigur á David Branch í lok mars. Ef Hermansson sigrar Jacare mun enginn efast um hann lengur og getur hann stimplað sig inn sem einn af þeim bestu í millivigtinni. Það er því mikið undir fyrir báða í kvöld í aðalbardaganum. Á kvöldinu eru fleiri áhugaverðir bardagar eins og fyrsti bardagi Alex Oliveira eftir tapið gegn Gunnari Nelson og 2. bardagi Greg Hardy í UFC. Bardagakvöldið verður á dagskrá í nótt en bein útsending hefst kl. 1 á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson Alex Olivera vill meina að hann hafi ekki tapað á hengingartaki. 14. desember 2018 10:00 Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Oliveira ber rún Gunnars um ókomna tíð Alex Oliveira hitti sinn Voldemort þegar hann mætti Gunnari Nelson í átthyrningnum í Toronto um helgina. 11. desember 2018 13:15 Gunnar og Oliveira mestu mátar eftir bardagann Brasilíumaðurinn Alex Oliveira var jafn brosmildur eftir bardagann og fyrir hann. 11. desember 2018 14:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Sjá meira
UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. Jacare er orðinn 39 ára gamall og hefur verið í UFC í sex ár en ekki enn fengið titilbardaga. Jacare hefur oft verið nálægt því en tapað á lykil augnablikum. Þrátt fyrir að vera ekki á neinni rosalegri sigurgöngu hefur honum verið lofað að fá titilbardaga vinni hann í kvöld. Jacare hefur unnið fjóra af síðustu sex bardögum sínum en síðast sigraði hann Chris Weidman með rothöggi í 3. lotu. Það var hans besti sigur á ferlinum og er Jacare enn að taka framförum sem bardagamaður. Upphaflega átti Jacare að mæta Yoel Romero en sá kúbverski dró sig úr bardaganum vegna veikinda. Jack Hermansson kemur því hans stað og var Jacare tilbúinn að mæta honum að því gefnu að hann fengi titilbardaga með sigri. Hermansson fær að sama skapi tækifæri lífs síns enda hans stærsti bardagi á ferlinum til þessa. Hermansson stekkur inn með rúmlega þriggja vikna fyrirvara eftir glæstan sigur á David Branch í lok mars. Ef Hermansson sigrar Jacare mun enginn efast um hann lengur og getur hann stimplað sig inn sem einn af þeim bestu í millivigtinni. Það er því mikið undir fyrir báða í kvöld í aðalbardaganum. Á kvöldinu eru fleiri áhugaverðir bardagar eins og fyrsti bardagi Alex Oliveira eftir tapið gegn Gunnari Nelson og 2. bardagi Greg Hardy í UFC. Bardagakvöldið verður á dagskrá í nótt en bein útsending hefst kl. 1 á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson Alex Olivera vill meina að hann hafi ekki tapað á hengingartaki. 14. desember 2018 10:00 Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Oliveira ber rún Gunnars um ókomna tíð Alex Oliveira hitti sinn Voldemort þegar hann mætti Gunnari Nelson í átthyrningnum í Toronto um helgina. 11. desember 2018 13:15 Gunnar og Oliveira mestu mátar eftir bardagann Brasilíumaðurinn Alex Oliveira var jafn brosmildur eftir bardagann og fyrir hann. 11. desember 2018 14:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Sjá meira
Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson Alex Olivera vill meina að hann hafi ekki tapað á hengingartaki. 14. desember 2018 10:00
Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30
Oliveira ber rún Gunnars um ókomna tíð Alex Oliveira hitti sinn Voldemort þegar hann mætti Gunnari Nelson í átthyrningnum í Toronto um helgina. 11. desember 2018 13:15
Gunnar og Oliveira mestu mátar eftir bardagann Brasilíumaðurinn Alex Oliveira var jafn brosmildur eftir bardagann og fyrir hann. 11. desember 2018 14:30