Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. apríl 2019 06:00 Jacare og Hermansson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. Jacare er orðinn 39 ára gamall og hefur verið í UFC í sex ár en ekki enn fengið titilbardaga. Jacare hefur oft verið nálægt því en tapað á lykil augnablikum. Þrátt fyrir að vera ekki á neinni rosalegri sigurgöngu hefur honum verið lofað að fá titilbardaga vinni hann í kvöld. Jacare hefur unnið fjóra af síðustu sex bardögum sínum en síðast sigraði hann Chris Weidman með rothöggi í 3. lotu. Það var hans besti sigur á ferlinum og er Jacare enn að taka framförum sem bardagamaður. Upphaflega átti Jacare að mæta Yoel Romero en sá kúbverski dró sig úr bardaganum vegna veikinda. Jack Hermansson kemur því hans stað og var Jacare tilbúinn að mæta honum að því gefnu að hann fengi titilbardaga með sigri. Hermansson fær að sama skapi tækifæri lífs síns enda hans stærsti bardagi á ferlinum til þessa. Hermansson stekkur inn með rúmlega þriggja vikna fyrirvara eftir glæstan sigur á David Branch í lok mars. Ef Hermansson sigrar Jacare mun enginn efast um hann lengur og getur hann stimplað sig inn sem einn af þeim bestu í millivigtinni. Það er því mikið undir fyrir báða í kvöld í aðalbardaganum. Á kvöldinu eru fleiri áhugaverðir bardagar eins og fyrsti bardagi Alex Oliveira eftir tapið gegn Gunnari Nelson og 2. bardagi Greg Hardy í UFC. Bardagakvöldið verður á dagskrá í nótt en bein útsending hefst kl. 1 á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson Alex Olivera vill meina að hann hafi ekki tapað á hengingartaki. 14. desember 2018 10:00 Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Oliveira ber rún Gunnars um ókomna tíð Alex Oliveira hitti sinn Voldemort þegar hann mætti Gunnari Nelson í átthyrningnum í Toronto um helgina. 11. desember 2018 13:15 Gunnar og Oliveira mestu mátar eftir bardagann Brasilíumaðurinn Alex Oliveira var jafn brosmildur eftir bardagann og fyrir hann. 11. desember 2018 14:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. Jacare er orðinn 39 ára gamall og hefur verið í UFC í sex ár en ekki enn fengið titilbardaga. Jacare hefur oft verið nálægt því en tapað á lykil augnablikum. Þrátt fyrir að vera ekki á neinni rosalegri sigurgöngu hefur honum verið lofað að fá titilbardaga vinni hann í kvöld. Jacare hefur unnið fjóra af síðustu sex bardögum sínum en síðast sigraði hann Chris Weidman með rothöggi í 3. lotu. Það var hans besti sigur á ferlinum og er Jacare enn að taka framförum sem bardagamaður. Upphaflega átti Jacare að mæta Yoel Romero en sá kúbverski dró sig úr bardaganum vegna veikinda. Jack Hermansson kemur því hans stað og var Jacare tilbúinn að mæta honum að því gefnu að hann fengi titilbardaga með sigri. Hermansson fær að sama skapi tækifæri lífs síns enda hans stærsti bardagi á ferlinum til þessa. Hermansson stekkur inn með rúmlega þriggja vikna fyrirvara eftir glæstan sigur á David Branch í lok mars. Ef Hermansson sigrar Jacare mun enginn efast um hann lengur og getur hann stimplað sig inn sem einn af þeim bestu í millivigtinni. Það er því mikið undir fyrir báða í kvöld í aðalbardaganum. Á kvöldinu eru fleiri áhugaverðir bardagar eins og fyrsti bardagi Alex Oliveira eftir tapið gegn Gunnari Nelson og 2. bardagi Greg Hardy í UFC. Bardagakvöldið verður á dagskrá í nótt en bein útsending hefst kl. 1 á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson Alex Olivera vill meina að hann hafi ekki tapað á hengingartaki. 14. desember 2018 10:00 Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Oliveira ber rún Gunnars um ókomna tíð Alex Oliveira hitti sinn Voldemort þegar hann mætti Gunnari Nelson í átthyrningnum í Toronto um helgina. 11. desember 2018 13:15 Gunnar og Oliveira mestu mátar eftir bardagann Brasilíumaðurinn Alex Oliveira var jafn brosmildur eftir bardagann og fyrir hann. 11. desember 2018 14:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Sauma þurfti 38 spor í enni Olivera en ekki 29 eftir olnbogahögg Gunnars Nelson Alex Olivera vill meina að hann hafi ekki tapað á hengingartaki. 14. desember 2018 10:00
Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30
Oliveira ber rún Gunnars um ókomna tíð Alex Oliveira hitti sinn Voldemort þegar hann mætti Gunnari Nelson í átthyrningnum í Toronto um helgina. 11. desember 2018 13:15
Gunnar og Oliveira mestu mátar eftir bardagann Brasilíumaðurinn Alex Oliveira var jafn brosmildur eftir bardagann og fyrir hann. 11. desember 2018 14:30