Samsung þjarmar að iFixit vegna Galaxy Fold Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 09:00 Fallegur en brothættur Samsung Galaxy Fold. Nordicphotos/AFP Suðurkóreski tæknirisinn Samsung skipaði tækniviðgerðafyrirtækinu iFixit að fjarlægja myndband af YouTube-rás sinni þar sem sjá mátti Samsung Galaxy Fold, hinn væntanlega samanbrjótanlega snjallsíma Samsung, tekinn í sundur. „Við fengum Galaxy Fold í gegnum samstarfsaðila. Samsung fór fram á það við samstarfsaðilann að iFixit fjarlægði myndbandið. Við erum ekki skyldug til þess að gera það en í virðingarskyni höfum við ákveðið að fjarlægja myndbandið þar til við getum keypt Galaxy Fold er hann fer í almenna sölu,“ sagði í tilkynningu iFixit. Samsung svaraði ekki fyrirspurn tæknimiðilsins The Verge um málið. Það liggur hins vegar fyrir að Samsung hefur átt í nokkru basli með þennan síma að undanförnu. Fyrr í vikunni var greint frá því að Samsung hefði innkallað alla Galaxy Fold frá gagnrýnendum og tæknibloggurum til þess að skoða frekar alvarlegan galla. Gagnrýnendur og bloggarar höfðu margir hverjir lent í því að innri skjár símans skemmdist við minnsta eða jafnvel ekkert sjáanlegt áreiti. Þá hefur Samsung einnig frestað því að síminn verði settur í sölu vegna vandans. Talið er að gallann megi rekja til núnings sem myndast við hjarir símans. Birtist í Fréttablaðinu Samsung Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Suðurkóreski tæknirisinn Samsung skipaði tækniviðgerðafyrirtækinu iFixit að fjarlægja myndband af YouTube-rás sinni þar sem sjá mátti Samsung Galaxy Fold, hinn væntanlega samanbrjótanlega snjallsíma Samsung, tekinn í sundur. „Við fengum Galaxy Fold í gegnum samstarfsaðila. Samsung fór fram á það við samstarfsaðilann að iFixit fjarlægði myndbandið. Við erum ekki skyldug til þess að gera það en í virðingarskyni höfum við ákveðið að fjarlægja myndbandið þar til við getum keypt Galaxy Fold er hann fer í almenna sölu,“ sagði í tilkynningu iFixit. Samsung svaraði ekki fyrirspurn tæknimiðilsins The Verge um málið. Það liggur hins vegar fyrir að Samsung hefur átt í nokkru basli með þennan síma að undanförnu. Fyrr í vikunni var greint frá því að Samsung hefði innkallað alla Galaxy Fold frá gagnrýnendum og tæknibloggurum til þess að skoða frekar alvarlegan galla. Gagnrýnendur og bloggarar höfðu margir hverjir lent í því að innri skjár símans skemmdist við minnsta eða jafnvel ekkert sjáanlegt áreiti. Þá hefur Samsung einnig frestað því að síminn verði settur í sölu vegna vandans. Talið er að gallann megi rekja til núnings sem myndast við hjarir símans.
Birtist í Fréttablaðinu Samsung Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira