Andlát: Ingveldur Geirsdóttir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2019 20:30 Ingveldur Geirsdóttir starfaði lengst af hjá Morgunblaðinu. Kristinn Magnússon Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður er látin eftir harða baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Árið 2013 færði hún sig um set og vann um skamma hríð sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún réði sig aftur yfir á Morgunblaðið þar sem hún starfaði til æviloka. Gegndi hún einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands en þar sat Ingveldur í varastjórn frá 2014-2015 og aðalstjórn frá árinu 2015 til ársins í ár.Forsíðar Morgunblaðsins 21. febrúar 2015.Ingveldur greindist með brjóstakrabbamein árið 2014, þá 37 ára gömul, þegar hún var gengin fjóra mánuði með sitt annað barn. Ingveldur var alla tíð opinská um baráttuna við krabbameinið en forsíðumynd af henni sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. febrúar 2015 vakti mikla athygli. Þar mátti sjá Ingveldi ólétta með eitt brjóst eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameinsmeðferðarinnar. „Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur um veikindin í forsíðuviðtali Morgunblaðsins 21. febrúar 2015. Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn. Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður er látin eftir harða baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Árið 2013 færði hún sig um set og vann um skamma hríð sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún réði sig aftur yfir á Morgunblaðið þar sem hún starfaði til æviloka. Gegndi hún einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands en þar sat Ingveldur í varastjórn frá 2014-2015 og aðalstjórn frá árinu 2015 til ársins í ár.Forsíðar Morgunblaðsins 21. febrúar 2015.Ingveldur greindist með brjóstakrabbamein árið 2014, þá 37 ára gömul, þegar hún var gengin fjóra mánuði með sitt annað barn. Ingveldur var alla tíð opinská um baráttuna við krabbameinið en forsíðumynd af henni sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. febrúar 2015 vakti mikla athygli. Þar mátti sjá Ingveldi ólétta með eitt brjóst eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameinsmeðferðarinnar. „Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur um veikindin í forsíðuviðtali Morgunblaðsins 21. febrúar 2015. Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn.
Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira