Jack Hermansson með óvæntan sigur á Jacare í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. apríl 2019 05:39 Hermansson fagnar sigri. Vísir/Getty Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Sjá meira
Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Sjá meira
Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00