Hundrað konur í Zumba í sundi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2019 20:15 Um hundrað konur á Selfossi og nágrenni komu saman í vikunni í sundlauginni á staðnum og tóku þátt í sundlauga Zumba. Konurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa stundað vatnsleikfimi til fjölda ára í níu mismunandi hópnum. Á Selfossi er frábær sundaðstaða í Sundhöll Selfoss. Vatn og heilsa er fyrirtæki á staðnum sem nýtir laugina mikið fyrir vatnsleikfimi en fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum var öllum vatnsleikfimiskonunum hóað saman og boðið upp á hressandi Zumba í útilauginni á vorhátíð Vatns og heilsu. „Þetta er fyrirtæki sem Elísabet stofnaði fyrir 20 árum síðan og byrjaði bara með einn eða tvo hópa í upphafi og hefur svo bara undið upp á sig og erum við komnar með níu hópa í dag í vatnsleikfimi og einn gönguhóp 20 árum seinna“, segir Ásdís Ingvarsdóttir, einn af eigendum fyrirtækisins og bætir við. „Við erum með allskonar hópa, gigtarhópa, kvöldhópa, morgunhópa og þrekhóp þannig að þetta hentar breiðum hópi. Kristbjörg Ágústsdóttir var upp á bakkanum og kenndi konunum í sundlauginni sporin í Zumba í lauginn með skemmtilegri tónlist.Magnús HlynurEn hvað er það við vatnsleikfimina sem er svona gott? „Það er vatnið, mótstaðan í vatninu, það er hiti og þú flýtur í vatninu. Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu. Konurnar hjá Vatni og heilsu er alsælar með vatnsleikfimina, sem þær eru í nokkrum sinnum í viku. „Vatnið fer svo vel með okkur og svo eru kennararnir frábærir. Vatnið fer vel með líkama og sál“, segja þær Hrefna, Ingibjörg og Katla. Konurnar skemmtu sér konunglega í Zumbatímanum í sundlauginni á Selfossi.Frá vinstri, Hrefna Halldórsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Steingerður Katla Harðardóttir hafa verið í mörg, mörg ár í vatnsleikfimi hjá Vatni og heilsu og segja það algjörlega frábært og hrósa kennurunum í hástert. Árborg Heilsa Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Um hundrað konur á Selfossi og nágrenni komu saman í vikunni í sundlauginni á staðnum og tóku þátt í sundlauga Zumba. Konurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa stundað vatnsleikfimi til fjölda ára í níu mismunandi hópnum. Á Selfossi er frábær sundaðstaða í Sundhöll Selfoss. Vatn og heilsa er fyrirtæki á staðnum sem nýtir laugina mikið fyrir vatnsleikfimi en fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum var öllum vatnsleikfimiskonunum hóað saman og boðið upp á hressandi Zumba í útilauginni á vorhátíð Vatns og heilsu. „Þetta er fyrirtæki sem Elísabet stofnaði fyrir 20 árum síðan og byrjaði bara með einn eða tvo hópa í upphafi og hefur svo bara undið upp á sig og erum við komnar með níu hópa í dag í vatnsleikfimi og einn gönguhóp 20 árum seinna“, segir Ásdís Ingvarsdóttir, einn af eigendum fyrirtækisins og bætir við. „Við erum með allskonar hópa, gigtarhópa, kvöldhópa, morgunhópa og þrekhóp þannig að þetta hentar breiðum hópi. Kristbjörg Ágústsdóttir var upp á bakkanum og kenndi konunum í sundlauginni sporin í Zumba í lauginn með skemmtilegri tónlist.Magnús HlynurEn hvað er það við vatnsleikfimina sem er svona gott? „Það er vatnið, mótstaðan í vatninu, það er hiti og þú flýtur í vatninu. Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu. Konurnar hjá Vatni og heilsu er alsælar með vatnsleikfimina, sem þær eru í nokkrum sinnum í viku. „Vatnið fer svo vel með okkur og svo eru kennararnir frábærir. Vatnið fer vel með líkama og sál“, segja þær Hrefna, Ingibjörg og Katla. Konurnar skemmtu sér konunglega í Zumbatímanum í sundlauginni á Selfossi.Frá vinstri, Hrefna Halldórsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Steingerður Katla Harðardóttir hafa verið í mörg, mörg ár í vatnsleikfimi hjá Vatni og heilsu og segja það algjörlega frábært og hrósa kennurunum í hástert.
Árborg Heilsa Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira