Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2019 19:00 Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. Trond Einar Olaussen er bæjarstjóri í Gamvik og búsettur í miðbæ Mehamn rétt hjá þar sem Gísli Þór Þór Þórarinsson var skotinn til bana í gærmorgun. Hann segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ segir Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu í gær og var ákveðið að halda minningarstund í kirkjunni. „Við ákváðum að opna kirkjunna og margir mættu. Fólk grét og hughreysti hvort annað og það var mikill samhugur á svæðinu,“ segir Trond. Hann segir að margir Íslendingar búi hlutfallslega á svæðinu. „Íslendingar hafa komið hingað að vinna til dæmis í útgerðinni og við veiðar. Margir hafa fest hér rætur og eru mikilvægur hluti af samfélaginu hér,“ segir hann. Trond segir mikilvægt að íbúar haldi þétt utan um hvorn annan á þessum tímum. „Það er mikilvægt að við styðjum hvort annað og einkum þá sem eiga um hvað sárast að binda eftir þennan harmleik. Það mun taka tíma fyrir samfélagið að ná sér eftir þetta og þá er mikilvægt að tala við hvort annað og styðja og við erum það hér í Gamvik og Mehamn. Þetta er atburður sem snertir okkur öll,“ segir Trond að lokum. Lögreglumál Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. Trond Einar Olaussen er bæjarstjóri í Gamvik og búsettur í miðbæ Mehamn rétt hjá þar sem Gísli Þór Þór Þórarinsson var skotinn til bana í gærmorgun. Hann segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ segir Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu í gær og var ákveðið að halda minningarstund í kirkjunni. „Við ákváðum að opna kirkjunna og margir mættu. Fólk grét og hughreysti hvort annað og það var mikill samhugur á svæðinu,“ segir Trond. Hann segir að margir Íslendingar búi hlutfallslega á svæðinu. „Íslendingar hafa komið hingað að vinna til dæmis í útgerðinni og við veiðar. Margir hafa fest hér rætur og eru mikilvægur hluti af samfélaginu hér,“ segir hann. Trond segir mikilvægt að íbúar haldi þétt utan um hvorn annan á þessum tímum. „Það er mikilvægt að við styðjum hvort annað og einkum þá sem eiga um hvað sárast að binda eftir þennan harmleik. Það mun taka tíma fyrir samfélagið að ná sér eftir þetta og þá er mikilvægt að tala við hvort annað og styðja og við erum það hér í Gamvik og Mehamn. Þetta er atburður sem snertir okkur öll,“ segir Trond að lokum.
Lögreglumál Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27
Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45