Það var kraftur í Boston strax frá upphafi leiksins en þeir voru níu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Milwaukee kom þó til baka í öðrum leikhlutanum og staðan, 52-50, Boston í vil í hálfleik.
FINAL SCORE THREAD
The @celtics take a 1-0 series lead behind Kyrie Irving's 26 PTS, 11 AST, 7 REB! #NBAPlayoffs#Celtics 112#FearTheDeer 90
Al Horford: 20 PTS, 11 REB, 3 BLK
Jaylen Brown: 19 PTS, 3 3PM
Gordon Hayward: 13 PTS, 5 AST pic.twitter.com/qSa7FNWOGA
— NBA (@NBA) April 28, 2019
Það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigri Boston. Þeir unnu hann með fimmtán stigum og komust í góða forystu fyrir síðasta leikhlutann. Lokatölur svo 112-90, sigur Boston.
Kyrie Irving var stigahæstur í liði Boston. Hann skoraði 26 stig auk þess að gefa ellefu stoðsendingar og taka sjö fráköst. Al Horford bætti við 20 stig og ellefu fráköstum.
Í liði Milwaukee var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 22 stig en hann tók átta fráköst einnig. Khris Middletonbætti við 16 stigum og tók tíu fráköst.
No fear pic.twitter.com/IARAN5JhZ3
— Boston Celtics (@celtics) April 28, 2019
Boston er því komið í 1-0 í einvíginu í átta liða úrslitunum en vinna þar fjóra leiki til þess að komast í undanúrslit NBA-deildarinnar.