Kerr líkti Kevin Durant við Jordan eftir sigur GSW á Houston í leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 07:30 Kevin Durant fagnar einni af körfum sínum í leiknum í nótt. AP/Jae C. Hong Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019 NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira
Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Durant skoraði 35 stig í 104-100 sigri Golden State Warriors og var langstigahæstur í liði meistaranna. Næsti maður var Steph Curry með 18 stig. Í síðustu tveimur leikjunum á undan þar sem Warriors liðið tryggði sér sigur í einvíginu á móti Los Angeles Clippers þá var Durant með 50 stig og 45 stig. Hann hefur skorað 35,0 stig að meðaltali í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar.#DubNation@KDTrey5 (35 PTS) scores 30+ for the 5th consecutive game as the @warriors take a 1-0 series lead vs. Houston! #StrengthInNumbers Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/GUbIIuOBye — NBA (@NBA) April 28, 2019 Golden State komst með sigrinum í nótt í 1-0 í einvíginu en þessi lið hafa mæst mörgum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og þar hefur oft munað litlu á liðunum. Ef marka má þennan hnífjafnan leik liðann í nótt þá er von á enn einni hörku seríunni en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sig inn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur mikla reynslu á því að vera í návígi við stórkostlegan körfuboltamann í ham í úrslitakeppninni og hann gekk svo langt að líka Kevin Durant við Michael Jordan í viðtölum við blaðamann eftir leikinn í nótt. „Það var þessi gæi sem hét Michael og ég man ekki alveg eftirnafnið,“ grínaðist Steve Kerr með eftir leikinn.With today's performance, Kevin Durant becomes one of four players to average 40+ PTS, 5+ REB, 5+ AST over a five game span within one postseason. He joins Jerry West (1965), Michael Jordan (1988, 1989, 1990, 1993), and LeBron James (2009, 2018). @EliasSportspic.twitter.com/GC431JsOnA — NBA.com/Stats (@nbastats) April 28, 2019„Spilamennskan hjá Kevin í þessari viku hefur verið stórbrotin. Ég hef líka sagt það nokkrum sinnum í þessari viku og hann er hæfileikaríkasti körfuboltamaður á jörðinni í dag. Hann er líka einn af þeim hæfileikaríkustu sem hafa spilað þennan leik,“ sagði Steve Kerr. „Það hefur aldrei áður verið leikmaður eins og hann. Hann er 211 sentímetrar, góður með boltann, öflug þriggja stiga skytta, er með góðar sendingar og spilar góða vörn. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika. Eftir að við töpuðum leik tvö á móti Clippers þá fannst mér hann taka þá ákvörðun að hann þyrfti að stíga fram og fara með liðið á næsta stig. Það gerði hann líka,“ sagði Kerr. Kevin Durant hefur skorað 40,2 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum og hann fékk líka mikið hrós frá liðsfélaga sínum Draymond Green eftir leikinn í nótt. „Hann er að spila frábærlega þessa dagana. Hann er sérstaklega áræðinn og þegar hann er eins agressífur og hann hefur verið í síðustu leikjum þá getur enginn í NBA, kannski öllum heiminum, stoppað hann. Það er mjög jákvætt fyrir okkur að sjá hann svona áræðinn og með því býr hann til mikla áskorun fyrir mótherja okkar sem fá að glíma við það að reyna stoppa hann,“ sagði Draymond Green sem var með 14 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum í nótt.@Money23Green (14 PTS, 9 REB, 9 AST) does a little bit of everything to help the @warriors prevail in Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/viyRAVEaWJ — NBA (@NBA) April 28, 2019
NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira