Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 08:30 Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að staðartíma. Þetta kemur fram í svari Silju Arvola hjá lögreglunni í Finnmörku við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að mennirnir tveir hafi ekki enn verið yfirheyrðir að viðstöddum verjendum og túlki en að það verði gert næstkomandi miðvikudag. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum í kvöld. Mun lögreglan fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir hálfbróður Gísla. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum. Sá maður hefur neitað sök í málinu en ekki liggur fyrir hver formleg afstaða hálfbróðurins er. Hann skrifaði þó færslu á Facebook á laugardeginum þar sem hann viðurkenndi að hafa orðið Gísla Þór að bana og baðst fyrirgefningar. Mehamn er lítið, 779 manna samfélag byggðarlag í Gamvik í Finnmörku sem er nyrst í Noregi. Í Gamvik búa alls um 1.100 manns en þar af eru um 30 Íslendingar. Trond Einar Oluassen, bæjarstjórinn í Gamvik, sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar væru slegnir vegna málsins. „„Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ sagði Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu um helgina og var haldin minningarathöfn í kirkjunni á laugardag. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að staðartíma. Þetta kemur fram í svari Silju Arvola hjá lögreglunni í Finnmörku við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að mennirnir tveir hafi ekki enn verið yfirheyrðir að viðstöddum verjendum og túlki en að það verði gert næstkomandi miðvikudag. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum í kvöld. Mun lögreglan fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir hálfbróður Gísla. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum. Sá maður hefur neitað sök í málinu en ekki liggur fyrir hver formleg afstaða hálfbróðurins er. Hann skrifaði þó færslu á Facebook á laugardeginum þar sem hann viðurkenndi að hafa orðið Gísla Þór að bana og baðst fyrirgefningar. Mehamn er lítið, 779 manna samfélag byggðarlag í Gamvik í Finnmörku sem er nyrst í Noregi. Í Gamvik búa alls um 1.100 manns en þar af eru um 30 Íslendingar. Trond Einar Oluassen, bæjarstjórinn í Gamvik, sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar væru slegnir vegna málsins. „„Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ sagði Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu um helgina og var haldin minningarathöfn í kirkjunni á laugardag.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00