Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 11:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður RSÍ og talsmaður samflots iðnaðarmanna í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður. Kjaramál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður.
Kjaramál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira