Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 11:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður RSÍ og talsmaður samflots iðnaðarmanna í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður. Kjaramál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður.
Kjaramál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira