Víkingur tók forystuna í umspilinu um sæti í Olísdeild karla næsta haust með sjö marka sigri á HK í kvöld.
Víkingar voru með eins stigs forskot í hálfleik, 13-12, og unnu leikinn að lokum örugglega 27-20.
Hjalti Már Hjaltason var markahæstur í liði Víkings með 6 mörk, Kristófer Andri Daðason skoraði fimm og Magnús Karl Magnússon fjögur.
Hjá HK var Bjarki Finnbogason markahæstur með fimm mörk og þrír voru jafnir með fjögur mörk.
Fyrsta liðið til þess að ná þremur sigrum fær sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili. Liðin mætast öðru sinni á miðvikudag.
Víkingur tók forystuna í umspilinu
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




