Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. apríl 2019 07:30 Eigandi Fálka segir hann hafa verið í um tvö ár að jafna sig á fjögurra vikna einangrun eftir að hann kom til landsins. Mynd/Pétur Alan Guðmundsson Nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins barst Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í lok síðasta mánaðar. Þetta var upplýst á Alþingi á mánudaginn í svari staðgengils ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Matsins hefur verið beðið í nokkurn tíma en upphaflega átti það að liggja fyrir í apríl á síðasta ári. Þorgerður Katrín var sjálf ráðherra þegar samið var við Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur, um verkefnið. Skýrslan sem er um 140 blaðsíður er nú til yfirferðar hjá ráðuneytinu og Matvælastofnun og verður birt innan tíðar. Þá kom fram á Alþingi að Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefði ekki fengið áheyrnarfulltrúa á fundi með skýrsluhöfundi þar sem farið var yfir niðurstöðurnar. Til stæði að hafa samráð við hagsmunaaðila í þeirri vinnu sem fram undan væri. Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, er ósátt við samráðsleysið og þær tafir sem hafa einkennt ferlið frá því að Þorgerður Katrín fór úr ráðuneytinu. „Þessi vinnubrögð hafa ekki á sér góða eða faglega ásýnd. Ásýndin er sú að það sé verið að sópa einhverju undir teppið eða að það sé eitthvað sem ekki megi líta dagsins ljós,“ segir Herdís. Félagið hafi um margra ára skeið barist fyrir því að slakað yrði á kröfum um fjögurra vikna einangrun við innflutning hunda. „Við erum bara að reyna tryggja að þetta sé faglega unnið og það séu vísindaleg rök sem liggi að baki. Krafa okkar er bara um sanngirni og hvað hefur ráðherrann þá að óttast?“ HRFÍ hafi aldrei krafist þess að stýra ferðinni. „Við reiknum með því að þessi erlendi sérfræðingur stýri ferðinni. Það var lagt upp með að fenginn yrði óháður erlendur aðili til að taka þetta út. Þá spyr ég hvers vegna megum við ekki koma að borðinu núna?“ Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur á undanförnum tveimur árum flutt inn tvo hunda af tegundinni Bracco Italiano til landsins. „Þetta voru hundar sem voru mjög opnir og hressir og til í að tala við alla. En eftir fjögurra vikna einangrun urðu þeir tortryggnir á fólk. Með eldri hundinn hefur þetta tekið mig þessi tvö ár að fá hann til að treysta öllum og verða hann sjálfur aftur í raun og veru,“ segir Guðbjörg. Yngri hundurinn losnaði úr einangrun í síðasta mánuði. Guðbjörg er þó ánægð með einangrunarstöðina Mósel og starfsfólkið þar. „Ég fékk góðar upplýsingar og fékk að fylgjast vel með hundinum sem skiptir öllu máli.“ Draumurinn sé að á Íslandi verði tekin upp gæludýravegabréf þótt hægt væri að lifa með tíu daga einangrun eins og til dæmis tíðkist í Ástralíu. „Þannig þyrfti maður ekki að skilja hálfa fjölskylduna eftir þegar maður fer til útlanda. Ég myndi aldrei leggja aftur svona langa einangrun á hundana mína.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins barst Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í lok síðasta mánaðar. Þetta var upplýst á Alþingi á mánudaginn í svari staðgengils ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Matsins hefur verið beðið í nokkurn tíma en upphaflega átti það að liggja fyrir í apríl á síðasta ári. Þorgerður Katrín var sjálf ráðherra þegar samið var við Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur, um verkefnið. Skýrslan sem er um 140 blaðsíður er nú til yfirferðar hjá ráðuneytinu og Matvælastofnun og verður birt innan tíðar. Þá kom fram á Alþingi að Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefði ekki fengið áheyrnarfulltrúa á fundi með skýrsluhöfundi þar sem farið var yfir niðurstöðurnar. Til stæði að hafa samráð við hagsmunaaðila í þeirri vinnu sem fram undan væri. Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, er ósátt við samráðsleysið og þær tafir sem hafa einkennt ferlið frá því að Þorgerður Katrín fór úr ráðuneytinu. „Þessi vinnubrögð hafa ekki á sér góða eða faglega ásýnd. Ásýndin er sú að það sé verið að sópa einhverju undir teppið eða að það sé eitthvað sem ekki megi líta dagsins ljós,“ segir Herdís. Félagið hafi um margra ára skeið barist fyrir því að slakað yrði á kröfum um fjögurra vikna einangrun við innflutning hunda. „Við erum bara að reyna tryggja að þetta sé faglega unnið og það séu vísindaleg rök sem liggi að baki. Krafa okkar er bara um sanngirni og hvað hefur ráðherrann þá að óttast?“ HRFÍ hafi aldrei krafist þess að stýra ferðinni. „Við reiknum með því að þessi erlendi sérfræðingur stýri ferðinni. Það var lagt upp með að fenginn yrði óháður erlendur aðili til að taka þetta út. Þá spyr ég hvers vegna megum við ekki koma að borðinu núna?“ Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur á undanförnum tveimur árum flutt inn tvo hunda af tegundinni Bracco Italiano til landsins. „Þetta voru hundar sem voru mjög opnir og hressir og til í að tala við alla. En eftir fjögurra vikna einangrun urðu þeir tortryggnir á fólk. Með eldri hundinn hefur þetta tekið mig þessi tvö ár að fá hann til að treysta öllum og verða hann sjálfur aftur í raun og veru,“ segir Guðbjörg. Yngri hundurinn losnaði úr einangrun í síðasta mánuði. Guðbjörg er þó ánægð með einangrunarstöðina Mósel og starfsfólkið þar. „Ég fékk góðar upplýsingar og fékk að fylgjast vel með hundinum sem skiptir öllu máli.“ Draumurinn sé að á Íslandi verði tekin upp gæludýravegabréf þótt hægt væri að lifa með tíu daga einangrun eins og til dæmis tíðkist í Ástralíu. „Þannig þyrfti maður ekki að skilja hálfa fjölskylduna eftir þegar maður fer til útlanda. Ég myndi aldrei leggja aftur svona langa einangrun á hundana mína.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira