Ekki verður fjölgað í Landsrétti í bili Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. apríl 2019 08:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra frá því í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Ernir Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars. Eins og greint var frá í gær ætla stjórnvöld að leita endurskoðunar á dóminum til efri deildar MDE. „Ég mun áfram skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir. Í því felst að ekki verður lagt fram frumvarp um fjölgun dómara við Landsrétt að svo stöddu eða teknar ákvarðanir um aðrar útfærslur vegna Landsréttar að svo stöddu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra í svari til Fréttablaðsins. Stjórnarformaður dómstólasýslunnar telur afar brýnt að brugðist verði við vanda Landsréttar án tafa, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Dráttur fari að verða á meðferð mála við dóminn og vandinn verði erfiður viðureignar fái hann að vinda upp á sig. Í tilkynningu í gær sagði dómsmálaráðherra að málinu verði vísað til efri deildar MDE í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni það snerti hér á landi. „Málið snertir mikilvæga hagsmuni hér á landi enda snertir dómur MDE dómsvaldið á Íslandi og íslenska stjórnskipan,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um til hvaða mikilvægu hagsmuna ráðherra sé að vísa. Hún tíundar þá hagsmuni ekki frekar. Í svarinu segir ráðherra einnig að málið veki veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Dómurinn hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evrópu hvað varðar spurningar um það hvort skipan dómstóla sé ákveðin með lögum í þeim skilningi sem lagður er til grundvallar í niðurstöðu meirihlutans. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars. Eins og greint var frá í gær ætla stjórnvöld að leita endurskoðunar á dóminum til efri deildar MDE. „Ég mun áfram skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir. Í því felst að ekki verður lagt fram frumvarp um fjölgun dómara við Landsrétt að svo stöddu eða teknar ákvarðanir um aðrar útfærslur vegna Landsréttar að svo stöddu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra í svari til Fréttablaðsins. Stjórnarformaður dómstólasýslunnar telur afar brýnt að brugðist verði við vanda Landsréttar án tafa, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Dráttur fari að verða á meðferð mála við dóminn og vandinn verði erfiður viðureignar fái hann að vinda upp á sig. Í tilkynningu í gær sagði dómsmálaráðherra að málinu verði vísað til efri deildar MDE í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni það snerti hér á landi. „Málið snertir mikilvæga hagsmuni hér á landi enda snertir dómur MDE dómsvaldið á Íslandi og íslenska stjórnskipan,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um til hvaða mikilvægu hagsmuna ráðherra sé að vísa. Hún tíundar þá hagsmuni ekki frekar. Í svarinu segir ráðherra einnig að málið veki veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Dómurinn hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evrópu hvað varðar spurningar um það hvort skipan dómstóla sé ákveðin með lögum í þeim skilningi sem lagður er til grundvallar í niðurstöðu meirihlutans.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira