Klopp baðst afsökunar á því að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 10:30 Jürgen Klopp faðmar Jordan Henderson. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira