Var heima hjá sér eða í sumarbústað en rukkaði norska þingið um ferðakostnað Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 10:00 Hege Haukland Liadal var fyrst kosin á þing árið 2013. Mynd/Facebook Hege Haukland Liadal, varaformaður héraðsdeildar Norska verkamannaflokksins í Rogalandi og þingkona flokksins á norska þinginu, steig til hliðar í morgun á meðan ásakanir á hendur henni um falska ferðareikninga eru rannsakaðar.Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá því í gær að á tímabilinu frá janúar 2017 til október 2018 hafi Liadal rukkað norska þingið um ferðakostnað upp á um hálfa milljón norskra króna, eða nær sjö milljónir íslenskra króna. Þar af hafi reikningar upp á að minnsta kosti sextíu þúsund norskar krónur ekki verið fyrir vinnuferðir á vegum þingsins heldur persónuleg frí, þar sem þingmaðurinn hafi ýmist haldið sig heima, farið í sumarbústað eða til útlanda. Liadal greindi í kjölfarið frá því á Facebook-síðu sinni í morgun að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar á meðan mál hennar yrði rannsakað. Mikilvægt sé að að allar staðreyndir málsins komi fram. Liadal kveðst jafnframt ætla að greiða hinn falska kostnað til baka, og viðurkennir að hún hafi rukkað fyrir ferðir sem hún fór aldrei í, en segir einnig að nokkurs misskilnings gæti í málinu. Ferðakostnaðarkerfið sé flókið og þá hafi hún óvart skráð rangar dagsetningar á nokkra reikninga. Jonas Gahr Støre, leiðtogi Norska verkamannaflokksins, tjáði norskum fjölmiðlum í dag að ákvörðun Liadal um að stíga til hliðar hafi verið viturleg. Þá sé mikilvægt að komast til botns í málinu. Liadal var fyrst kosin á norska þingið fyrir Verkamannaflokkinn árið 2013 og sat í fjölskyldu- og menningarnefnd þingsins. Þá hefur hún starfað sem talsmaður flokksins í orkumálum. Noregur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Hege Haukland Liadal, varaformaður héraðsdeildar Norska verkamannaflokksins í Rogalandi og þingkona flokksins á norska þinginu, steig til hliðar í morgun á meðan ásakanir á hendur henni um falska ferðareikninga eru rannsakaðar.Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá því í gær að á tímabilinu frá janúar 2017 til október 2018 hafi Liadal rukkað norska þingið um ferðakostnað upp á um hálfa milljón norskra króna, eða nær sjö milljónir íslenskra króna. Þar af hafi reikningar upp á að minnsta kosti sextíu þúsund norskar krónur ekki verið fyrir vinnuferðir á vegum þingsins heldur persónuleg frí, þar sem þingmaðurinn hafi ýmist haldið sig heima, farið í sumarbústað eða til útlanda. Liadal greindi í kjölfarið frá því á Facebook-síðu sinni í morgun að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar á meðan mál hennar yrði rannsakað. Mikilvægt sé að að allar staðreyndir málsins komi fram. Liadal kveðst jafnframt ætla að greiða hinn falska kostnað til baka, og viðurkennir að hún hafi rukkað fyrir ferðir sem hún fór aldrei í, en segir einnig að nokkurs misskilnings gæti í málinu. Ferðakostnaðarkerfið sé flókið og þá hafi hún óvart skráð rangar dagsetningar á nokkra reikninga. Jonas Gahr Støre, leiðtogi Norska verkamannaflokksins, tjáði norskum fjölmiðlum í dag að ákvörðun Liadal um að stíga til hliðar hafi verið viturleg. Þá sé mikilvægt að komast til botns í málinu. Liadal var fyrst kosin á norska þingið fyrir Verkamannaflokkinn árið 2013 og sat í fjölskyldu- og menningarnefnd þingsins. Þá hefur hún starfað sem talsmaður flokksins í orkumálum.
Noregur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira