Hafa kyrrsett 70 milljónir frá brotastarfsemi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2019 20:00 Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það." Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það."
Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði