Hafa kyrrsett 70 milljónir frá brotastarfsemi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2019 20:00 Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það." Lögreglumál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það."
Lögreglumál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira