Ajax og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik átta liða úrslitana í Meistaradeildinni. Ronaldo kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en David Neres jafnaði á upphafssekúndum síðari hálfleiks.
"He's done this for 15 years. So that's a class quality of his."#FCBarcelona-bound #Ajax midfielder Frenkie de Jong is a fan of #Juventus star Cristiano Ronaldo's goalscoring ability.#UCLpic.twitter.com/nngPASDua7
— Omnisport (@OmnisportNews) April 11, 2019
Mark Ronaldo kom með skalla eftir fyrirgjöf og segir Frenkie að hann hafi vitað í hvað stefndi er Ronaldo fékk þetta færi í leiknum.
„Þú veist að þegar Ronaldo fær boltann á þessu svæði og er að fara skalla boltann, þá ertu nánast viss um að hann skori. Hann hefur gert þetta í fimmtán ár og þetta eru mikil gæði hjá honum,“ sagði Frenkie.
„Þetta eru frábær gæði. Þetta er ekki það að ég njóti þess ekki að horfa á hann. Við fundum bara fyrir gæðum hans,“ sagði Frenkie.
Eins og áður segir hefur miðjumaðurinn öflugi nú þegar skrifað undir fimm ára samning við spænska risann, Barcelona, og gengur hann í raðir félagsins í sumar.