Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2019 11:00 Aron Pálmarsson var í fyrsta sinn í tapliði í keppnisleik í Laugardalshöllinni í gær. Tapið fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2020 í handbolta í gær var fyrsta tap karlalandsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 13 ár, eða síðan það tapaði fyrir Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006. Fyrir leikinn í gær var Ísland búið að leika 22 keppnisleiki í Laugardalshöllinni í röð án þess að tapa, auk eins leiks sem fór fram á Ásvöllum (38-24 sigur á Eistlandi 2009). Tuttuguogeinn leikur vannst og tveir enduðu með jafntefli. Ísland var búið að vinna níu keppnisleiki á heimavelli í röð áður en að leiknum í gær kom. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2007 á 17. júní 2006. Tapið kom ekki að sök því Íslendingar unnu fyrri leikinn ytra, 32-28, og sennilega hefur aldrei verið fagnað jafn mikið og innilega eftir tapleik í Höllinni og á þjóðhátíðardaginn fyrir 13 árum.Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson hafa aldrei verið jafn ánægðir eftir tapleik. Hér fagna þeir HM-sæti eftir leikinn gegn Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006.vísir/daníelSíðan tóku við 22 keppnisleikir án taps í Laugardalshöllinni auk eins leiks á Ásvöllum. Ísland var taplaust í keppnisleikjum í Laugardalshöllinni í 4681 daga, eða næstum því 154 mánuði. Á þessum tíma stýrðu fjórir þjálfarar íslenska liðinu; Guðmundur Guðmundsson (tvisvar), Alfreð Gíslason, Aron Kristjánsson og Geir Sveinsson. Alfreð var þjálfari íslenska liðsins þegar það tapaði fyrir Svíþjóð 2006. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hann er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá 2006. Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Makedóníu í gær og skoraði tólf mörk. Þetta var hans fyrsta tap í keppnisleik á heimavelli á landsliðsferlinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann Belgíu, 40-21, í undankeppni EM 29. október 2008. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenska liðið hefur ekki lagt það í vana sinn að tapa í Laugardalshöllinni á undanförnum árum, hvort sem er um að ræða vináttu- eða keppnisleiki. Áður en að leiknum í gær kom var síðasta tap Íslands í Höllinni fyrir Þýskalandi, 24-31, í vináttulandsleik 4. janúar 2015. Íslendingar fá tækifæri til að hefna ófaranna í Höllinni í gær þegar þeir mæta Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir tapið í gær er Ísland enn á toppi riðils 3 og fái liðið stig gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn fer íslenska liðið langt með því að tryggja sér sigur í riðlinum.Guðjón Valur er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá leiknum gegn Svíþjóð 2006.vísir/ernirKeppnisleikir í Laugardalshöllinni:2019Ísland 33-34 Norður-Makedónía (undankeppni EM 2020)2018Ísland 35-21 Grikkland (undankeppni EM 2020) Ísland 34-21 Litháen (umspil fyrir HM 2019) 2017Ísland 34-26 Úkraína (undankeppni EM 2018) Ísland 30-29 Makedónía (undankeppni EM 2018) 2016Ísland 25-24 Tékkland (undankeppni EM 2018) Ísland 26-23 Portúgal (umspil fyrir HM 2017) 2015Ísland 34-22 Svartfjallaland (undankeppni EM 2016) Ísland 38-22 Serbía (undankeppni EM 2016) 2014Ísland 36-19 Ísrael (undankeppni EM 2016) Ísland 29-29 Bosnía (umspil fyrir HM 2015) 2013Ísland 37-27 Rúmenía (undankeppni EM 2014) Ísland 35-34 Slóvenía (undankeppni EM 2014) 2012Ísland 36-28 Hvíta-Rússland (undankeppni EM 2014) Ísland 41-27 Holland (umspil fyrir HM 2013) 2011Ísland 44-29 Austurríki (undankeppni EM 2012) Ísland 36-31 Þýskaland (undankeppni EM 2012) 2010Ísland 28-26 Lettland (undankeppni EM 2012) 2009Ísland 34-26 Makedónía (undankeppni EM 2010) Ísland 34-34 Noregur (undankeppni EM 2010) 2008Ísland 40-21 Belgía (undankeppni EM 2010) Ísland 30-24 Makedónía (umspil fyrir HM 2009) 2007Ísland 42-40 Serbía (umspil fyrir EM 2008) 2006Ísland 25-26 Svíþjóð (umspil fyrir HM 2007) EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Tapið fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2020 í handbolta í gær var fyrsta tap karlalandsliðsins í keppnisleik á heimavelli í 13 ár, eða síðan það tapaði fyrir Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006. Fyrir leikinn í gær var Ísland búið að leika 22 keppnisleiki í Laugardalshöllinni í röð án þess að tapa, auk eins leiks sem fór fram á Ásvöllum (38-24 sigur á Eistlandi 2009). Tuttuguogeinn leikur vannst og tveir enduðu með jafntefli. Ísland var búið að vinna níu keppnisleiki á heimavelli í röð áður en að leiknum í gær kom. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2007 á 17. júní 2006. Tapið kom ekki að sök því Íslendingar unnu fyrri leikinn ytra, 32-28, og sennilega hefur aldrei verið fagnað jafn mikið og innilega eftir tapleik í Höllinni og á þjóðhátíðardaginn fyrir 13 árum.Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson hafa aldrei verið jafn ánægðir eftir tapleik. Hér fagna þeir HM-sæti eftir leikinn gegn Svíþjóð á þjóðhátíðardaginn 2006.vísir/daníelSíðan tóku við 22 keppnisleikir án taps í Laugardalshöllinni auk eins leiks á Ásvöllum. Ísland var taplaust í keppnisleikjum í Laugardalshöllinni í 4681 daga, eða næstum því 154 mánuði. Á þessum tíma stýrðu fjórir þjálfarar íslenska liðinu; Guðmundur Guðmundsson (tvisvar), Alfreð Gíslason, Aron Kristjánsson og Geir Sveinsson. Alfreð var þjálfari íslenska liðsins þegar það tapaði fyrir Svíþjóð 2006. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hann er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá 2006. Aron Pálmarsson átti stórkostlegan leik gegn Makedóníu í gær og skoraði tólf mörk. Þetta var hans fyrsta tap í keppnisleik á heimavelli á landsliðsferlinum. Hann lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland vann Belgíu, 40-21, í undankeppni EM 29. október 2008. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenska liðið hefur ekki lagt það í vana sinn að tapa í Laugardalshöllinni á undanförnum árum, hvort sem er um að ræða vináttu- eða keppnisleiki. Áður en að leiknum í gær kom var síðasta tap Íslands í Höllinni fyrir Þýskalandi, 24-31, í vináttulandsleik 4. janúar 2015. Íslendingar fá tækifæri til að hefna ófaranna í Höllinni í gær þegar þeir mæta Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir tapið í gær er Ísland enn á toppi riðils 3 og fái liðið stig gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn fer íslenska liðið langt með því að tryggja sér sigur í riðlinum.Guðjón Valur er sá eini sem er enn í íslenska liðinu frá leiknum gegn Svíþjóð 2006.vísir/ernirKeppnisleikir í Laugardalshöllinni:2019Ísland 33-34 Norður-Makedónía (undankeppni EM 2020)2018Ísland 35-21 Grikkland (undankeppni EM 2020) Ísland 34-21 Litháen (umspil fyrir HM 2019) 2017Ísland 34-26 Úkraína (undankeppni EM 2018) Ísland 30-29 Makedónía (undankeppni EM 2018) 2016Ísland 25-24 Tékkland (undankeppni EM 2018) Ísland 26-23 Portúgal (umspil fyrir HM 2017) 2015Ísland 34-22 Svartfjallaland (undankeppni EM 2016) Ísland 38-22 Serbía (undankeppni EM 2016) 2014Ísland 36-19 Ísrael (undankeppni EM 2016) Ísland 29-29 Bosnía (umspil fyrir HM 2015) 2013Ísland 37-27 Rúmenía (undankeppni EM 2014) Ísland 35-34 Slóvenía (undankeppni EM 2014) 2012Ísland 36-28 Hvíta-Rússland (undankeppni EM 2014) Ísland 41-27 Holland (umspil fyrir HM 2013) 2011Ísland 44-29 Austurríki (undankeppni EM 2012) Ísland 36-31 Þýskaland (undankeppni EM 2012) 2010Ísland 28-26 Lettland (undankeppni EM 2012) 2009Ísland 34-26 Makedónía (undankeppni EM 2010) Ísland 34-34 Noregur (undankeppni EM 2010) 2008Ísland 40-21 Belgía (undankeppni EM 2010) Ísland 30-24 Makedónía (umspil fyrir HM 2009) 2007Ísland 42-40 Serbía (umspil fyrir EM 2008) 2006Ísland 25-26 Svíþjóð (umspil fyrir HM 2007)
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00
Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27
Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13
Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43