Gaman Ferðir hætta starfsemi Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 21:00 Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring Ólafsson og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum. WOW air Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir, sem var að 49% hlut í eigu WOW Air, hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og er hætt rekstri. Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum segir í samtali við Vísi að síðustu tvær vikur hafi verið erfiðar. Fall WOW Air hafi verið meira áfall en búist var við, en ferðaskrifstofan var skipulagði að mestu leiti ferðir í kringum flug félagsins. Þór segir að þrátt fyrir að Gaman Ferðir hafi verið rekið í plús hafi verið ljóst að lausafjárstaða félagsins yrði ekki nógu sterk næsta hálfa árið. Því hafi ákvörðunin verið tekin til að þjónusta best hagsmunum viðskiptavina og starfsfólks. Á undanförnum vikum eftir fall WOW hafa Gaman Ferðir staðið í ströngu við að reyna að bjarga ferðum sem bókaðar höfðu verið, meðal annars með því að leita til annarra þjónustuaðila. Þór segir að áformaður sé fundur með ferðamálastofu og í kjölfar fundarins verði ljóst um hvaða ferðir munu falla niður. Gaman Ferðir báru lögbundnar tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að hafa og munu þær grípa inn í og endurgreiða þeim sem ekki komast í fyrirhugaðar ferðir. Til þess þurfa farþegar að leita til Ferðamálastofu. Gaman Ferðir hafa undanfarin ár staðið að ýmiskonar ferðum, borgarferðum, sólarlandaferðum og ferðum á íþróttaleiki og tónleika. Eitthvað er af fólki sem er statt erlendis á vegum Gaman Ferða en Þór segir að það fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðunni. Búið sé að greiða fyrir öll flug og þjónustu í þeim ferðum. Þór segir skrefin sem tekin hafa verið erfið en hafi verið þau bestu í stöðunni, fyrir viðskiptavini Gaman Ferða. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum. 29. mars 2019 16:20 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir, sem var að 49% hlut í eigu WOW Air, hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og er hætt rekstri. Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum segir í samtali við Vísi að síðustu tvær vikur hafi verið erfiðar. Fall WOW Air hafi verið meira áfall en búist var við, en ferðaskrifstofan var skipulagði að mestu leiti ferðir í kringum flug félagsins. Þór segir að þrátt fyrir að Gaman Ferðir hafi verið rekið í plús hafi verið ljóst að lausafjárstaða félagsins yrði ekki nógu sterk næsta hálfa árið. Því hafi ákvörðunin verið tekin til að þjónusta best hagsmunum viðskiptavina og starfsfólks. Á undanförnum vikum eftir fall WOW hafa Gaman Ferðir staðið í ströngu við að reyna að bjarga ferðum sem bókaðar höfðu verið, meðal annars með því að leita til annarra þjónustuaðila. Þór segir að áformaður sé fundur með ferðamálastofu og í kjölfar fundarins verði ljóst um hvaða ferðir munu falla niður. Gaman Ferðir báru lögbundnar tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að hafa og munu þær grípa inn í og endurgreiða þeim sem ekki komast í fyrirhugaðar ferðir. Til þess þurfa farþegar að leita til Ferðamálastofu. Gaman Ferðir hafa undanfarin ár staðið að ýmiskonar ferðum, borgarferðum, sólarlandaferðum og ferðum á íþróttaleiki og tónleika. Eitthvað er af fólki sem er statt erlendis á vegum Gaman Ferða en Þór segir að það fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðunni. Búið sé að greiða fyrir öll flug og þjónustu í þeim ferðum. Þór segir skrefin sem tekin hafa verið erfið en hafi verið þau bestu í stöðunni, fyrir viðskiptavini Gaman Ferða.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum. 29. mars 2019 16:20 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum. 29. mars 2019 16:20