Orkuskiptin duga ekki til og draga þarf verulega úr akstri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. apríl 2019 06:15 Mun meira þarf til en orkuskipti á þeim hraða sem vænta má að þau gerist á næstu árum til að við náum markmiðum Parísarsamkomulagsins um losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Mikið vantar upp á að rafbílavæðing og sparneytnari bifreiðar nægi til að hægt verði að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2030. Ráðast þarf í metnaðarfullar og jafnvel ágengar aðgerðir til að ná markmiðunum og draga verulega úr akstri. Sé miðað við ýtrustu markmið samkomulagsins þyrfti að draga úr akstri á höfuðborgarsvæðinu um rúm 50 prósent frá því sem nú er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sérfræðingahóps HR og HÍ um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu árið 2030. Minnisblaðið var lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í ráðinu leggja til að það verði nýtt sem grunnur að vinnu fyrir ný og metnaðarfyllri markmið um breyttar ferðavenjur í aðalskipulagi. Sjálfstæðismenn vilja meiri kraft í rafbílavæðingu á meðan áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins varar við því að boðum og bönnum verði beitt til að fækka bílum. „Það er bara mjög gott að gera sér grein fyrir hvað það er sem við þurfum að gera til að ná markmiðum okkar. Við þurfum að leggja þetta á heiðarlegan hátt á borðið. Þetta þarf til,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, einn sérfræðinganna sem unnu minnisblaðið. Orkuskiptin ein og sér muni ekki duga til að ná markmiðum samkomulagsins.Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði. Fréttablaðið/Anton Brink„Kjarni málsins er að núverandi plön um breytingar á skattkerfinu sem tengjast rafbílavæðingu og nú eru á borðinu, ef við skoðum vænta aukningu í rafbílum miðað við þær forsendur, duga ekki til,“ segir hún. „Við þurfum einnig að hafa áhrif á ferðahegðun fólks. Gera fólki kleift að nota almenningssamgöngur, ganga, hjóla en ekki síður velta með markvissum hætti fyrir okkur skipulaginu. Hvað getum við gert til að draga úr ferðaþörf með einkabílnum?“ Brynhildur leggur áherslu á að ekki sé verið að segja að fólk þurfi að hætta alfarið að nota einkabílinn, heldur fremur nota hann öðruvísi. Og ef hverfin eru skipulögð þannig að við þurfum hann síður til að sækja þjónustu þá muni það hafa jákvæðar afleiðingar. Ísland eigi að vera í fararbroddi í þessum efnum og því fyrr sem við ráðumst í metnaðarfullar aðgerðir, því betra. Brynhildur segir að augljóslega verði mun dýrara að gera mikið í einu eða of seint. Miðað við sviðsmynd sérfræðingahópsins fela ýtrustu markmið Parísarsamkomulagsins í sér 40 prósentum minni losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losunargildi eins og þau voru árið 1990. Slíkt myndi hafa í för með sér sem fyrr segir að draga þyrfti úr akstri um 52 prósent. Ef miðað er við sviðsmynd sem hópurinn telur líklegri felur hún í sér 29 prósentum minni losun miðað við gildi ársins 2005 og 14 prósentum minni akstur. Í minnisblaðinu segir: „Hér er um að ræða umtalsverðan samdrátt í akstri og ljóst að finna þarf leiðir til að ná fram samdrætti í akstri á sama tíma og gert er ráð fyrir aukningu í fólksfjölda höfuðborgarsvæðisins. Mögulega má setja fram ágengari aðgerðir til að ná fram dýpri rafbílavæðingu en einnig má telja nauðsynlegt að efla verulega aðra samgöngumáta.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Mikið vantar upp á að rafbílavæðing og sparneytnari bifreiðar nægi til að hægt verði að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2030. Ráðast þarf í metnaðarfullar og jafnvel ágengar aðgerðir til að ná markmiðunum og draga verulega úr akstri. Sé miðað við ýtrustu markmið samkomulagsins þyrfti að draga úr akstri á höfuðborgarsvæðinu um rúm 50 prósent frá því sem nú er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sérfræðingahóps HR og HÍ um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu árið 2030. Minnisblaðið var lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í ráðinu leggja til að það verði nýtt sem grunnur að vinnu fyrir ný og metnaðarfyllri markmið um breyttar ferðavenjur í aðalskipulagi. Sjálfstæðismenn vilja meiri kraft í rafbílavæðingu á meðan áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins varar við því að boðum og bönnum verði beitt til að fækka bílum. „Það er bara mjög gott að gera sér grein fyrir hvað það er sem við þurfum að gera til að ná markmiðum okkar. Við þurfum að leggja þetta á heiðarlegan hátt á borðið. Þetta þarf til,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, einn sérfræðinganna sem unnu minnisblaðið. Orkuskiptin ein og sér muni ekki duga til að ná markmiðum samkomulagsins.Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði. Fréttablaðið/Anton Brink„Kjarni málsins er að núverandi plön um breytingar á skattkerfinu sem tengjast rafbílavæðingu og nú eru á borðinu, ef við skoðum vænta aukningu í rafbílum miðað við þær forsendur, duga ekki til,“ segir hún. „Við þurfum einnig að hafa áhrif á ferðahegðun fólks. Gera fólki kleift að nota almenningssamgöngur, ganga, hjóla en ekki síður velta með markvissum hætti fyrir okkur skipulaginu. Hvað getum við gert til að draga úr ferðaþörf með einkabílnum?“ Brynhildur leggur áherslu á að ekki sé verið að segja að fólk þurfi að hætta alfarið að nota einkabílinn, heldur fremur nota hann öðruvísi. Og ef hverfin eru skipulögð þannig að við þurfum hann síður til að sækja þjónustu þá muni það hafa jákvæðar afleiðingar. Ísland eigi að vera í fararbroddi í þessum efnum og því fyrr sem við ráðumst í metnaðarfullar aðgerðir, því betra. Brynhildur segir að augljóslega verði mun dýrara að gera mikið í einu eða of seint. Miðað við sviðsmynd sérfræðingahópsins fela ýtrustu markmið Parísarsamkomulagsins í sér 40 prósentum minni losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losunargildi eins og þau voru árið 1990. Slíkt myndi hafa í för með sér sem fyrr segir að draga þyrfti úr akstri um 52 prósent. Ef miðað er við sviðsmynd sem hópurinn telur líklegri felur hún í sér 29 prósentum minni losun miðað við gildi ársins 2005 og 14 prósentum minni akstur. Í minnisblaðinu segir: „Hér er um að ræða umtalsverðan samdrátt í akstri og ljóst að finna þarf leiðir til að ná fram samdrætti í akstri á sama tíma og gert er ráð fyrir aukningu í fólksfjölda höfuðborgarsvæðisins. Mögulega má setja fram ágengari aðgerðir til að ná fram dýpri rafbílavæðingu en einnig má telja nauðsynlegt að efla verulega aðra samgöngumáta.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira