Lífskjör okkar allra Guðríður Arnardóttir skrifar 12. apríl 2019 10:45 Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar