Rannsókn NASA leiddi í ljós gríðarleg áhrif sem geimferðir geta haft á líkama manna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 15:14 Tvíburabræðurnir Mark Kelly og Scott Kelly Getty/Peter Kramer Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur. Geimurinn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur.
Geimurinn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira