Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. apríl 2019 21:15 UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Dustin Poirier. Barist er um bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigt þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni eftir lætin gegn Conor McGregor í október. Holloway er enn ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og fer nú upp í léttvigt í fyrsta sinn. Þó þetta verði nýr þyngdarflokkur fyrir Holloway er andstæðingurinn kunnuglegur. Þeir Holloway og Poirier mættust árið 2012 þar sem Poirier sigraði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bardaginn árið 2012 var fyrsti bardagi Holloway í UFC en þá var hann tvítugur og með aðeins fjóra atvinnubardaga að baki. Holloway var hrár en eftir smá bras í byrjun hefur hann unnið 13 baradaga í röð og er einn besti bardagamaður heims. Dustin Poirier var ögn reynslumeiri en Holloway þá. Hann átti síðan ágætis gengi að fagna í fjaðurvigt en eftir tap gegn Conor McGregor ákvað hann að fara upp í léttvigt. Þar hefur hann verið magnaður og aldrei verið eins góður og nú. Nú þegar Holloway reynir við léttvigtina verður forvitnilegt að sjá hvort hann njóti sömu velgengni. 13 bardaga sigurganga hans (eða síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013) hefur hreinlega verið mögnuð en nú tekst hann á við stærri menn. Poirier verður áhugavert próf fyrir Holloway en sigurvegarinn hér mun að öllum líkindum fá bardaga gegn Khabib Nurmagomedov í haust. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins verður svo annar bráðabirgðartitill en þá mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya. Ríkjandi meistari, Robert Whittaker, er fjarverandi vegna meiðsla og mun sigurvegarinn hér fá tækifæri á alvöru beltinu. UFC 236 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Sjá meira
UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Dustin Poirier. Barist er um bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigt þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni eftir lætin gegn Conor McGregor í október. Holloway er enn ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og fer nú upp í léttvigt í fyrsta sinn. Þó þetta verði nýr þyngdarflokkur fyrir Holloway er andstæðingurinn kunnuglegur. Þeir Holloway og Poirier mættust árið 2012 þar sem Poirier sigraði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bardaginn árið 2012 var fyrsti bardagi Holloway í UFC en þá var hann tvítugur og með aðeins fjóra atvinnubardaga að baki. Holloway var hrár en eftir smá bras í byrjun hefur hann unnið 13 baradaga í röð og er einn besti bardagamaður heims. Dustin Poirier var ögn reynslumeiri en Holloway þá. Hann átti síðan ágætis gengi að fagna í fjaðurvigt en eftir tap gegn Conor McGregor ákvað hann að fara upp í léttvigt. Þar hefur hann verið magnaður og aldrei verið eins góður og nú. Nú þegar Holloway reynir við léttvigtina verður forvitnilegt að sjá hvort hann njóti sömu velgengni. 13 bardaga sigurganga hans (eða síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013) hefur hreinlega verið mögnuð en nú tekst hann á við stærri menn. Poirier verður áhugavert próf fyrir Holloway en sigurvegarinn hér mun að öllum líkindum fá bardaga gegn Khabib Nurmagomedov í haust. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins verður svo annar bráðabirgðartitill en þá mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya. Ríkjandi meistari, Robert Whittaker, er fjarverandi vegna meiðsla og mun sigurvegarinn hér fá tækifæri á alvöru beltinu. UFC 236 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Sjá meira