Bólgulögmálið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. apríl 2019 07:15 Engu er líkara en það sé lögmál að rekstur hins opinbera bólgni í sífellu út. Dæmin sem blasa við eru mýmörg. Á kjörtímabilinu eiga til dæmis að rísa nýjar skrifstofur Alþingis við Vonarstræti. Þær skulu vera sex þúsund fermetrar og kosta um þrjá milljarða króna. Mikið er víst lagt upp úr því að innangengt sé fyrir þingmenn milli skrifstofa og fundarherbergja Alþingis. Ekki fylgir sögunni hvers vegna það er slík þolraun fyrir kjörna fulltrúa að ganga stuttar vegalengdir utandyra og fá sér frískt loft í leiðinni. Úr stjórnarráðinu berast þau tíðindi að til standi að byggja við skrifstofur forsætisráðherra í Lækjargötu. Sómi er að verðlaunatillögunni, þótt sitt sýnist vafalítið hverjum. Því er þó alveg ósvarað hvers vegna þessa ógnarviðbót þurfi við húsið sem hýst hefur skrifstofur forsætisráðherra með myndarbrag frá 1904. Í því samhengi er rétt að taka undir með sagnfræðingnum Birni Jóni Bragasyni sem bent hefur á að Þjóðmenningarhúsið, í sinni eilífu tilvistarkreppu, standi þarna steinsnar frá og henti vel til starfseminnar. Svo haldið sé áfram að tala um Alþingi og ríkisstjórn, þá má minna á að aðstoðarmenn hvers ráðherra eru nú orðnir tveir en lengst af þótti duga að þeir gætu reitt sig á embættismenn í sínum ráðuneytum. Slíkt gengur auðvitað ekki lengur enda fjöldi flokksgæðinga á lausu sem sárvantar lífserindi. Víkur þá sögu að rekstri Reykjavíkurborgar, en þar starfa hlutfallslega mun fleiri en hjá nágrannasveitarfélögunum þrátt fyrir að stærðinni ætti að fylgja hagkvæmni og minna starfsmannahald. Útsvar hefur lengi verið í lögbundnu hámarki, og borgin ætlar meira að segja að greiða sér arð úr Orkuveitunni til að fá enn meiri peninga úr að spila. Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis blásið út og lætur nú til sín taka á mun fleiri sviðum en áður. Borgin byggir veitingasali og endurreisir bragga. Ágóðans njóta veitingasalar sem leigja aðstöðuna langt undir markaðsvirði. Kostnaðaráætlanir virðast að meginstefnu gerðar formsins vegna hjá borginni, rétt eins og hjá ríkinu. Sé vikið að fyrirtækjum í eigu ríkisins er sagan nokkurn veginn sú sama. Landsbankinn ætlar að byggja 16.500 fermetra höfuðstöðvar undir starfsemi sína og kosta til þess níu milljörðum króna, þrátt fyrir að bankakerfið sé nú þegar bólgið úr hófi fram af mannafla, og að fyrirséð sé að plássþörf muni frekar minnka en aukast með áframhaldandi tækninýjungum. En áfram skal haldið í eilífri útgjaldabólgu. Svo virðist sem allir séu seldir undir sömu sök. Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í eigu ríkisins. Þannig er það gjarnan þegar sýslað er með annarra manna fé. Er ekki eðlilegt að velta fyrir sér hvort þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi allt þetta umfang og yfirbyggingu? Hvar eru stjórnmálamennirnir sem tala fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og treysta sér til að láta gjörðir fylgja orðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Engu er líkara en það sé lögmál að rekstur hins opinbera bólgni í sífellu út. Dæmin sem blasa við eru mýmörg. Á kjörtímabilinu eiga til dæmis að rísa nýjar skrifstofur Alþingis við Vonarstræti. Þær skulu vera sex þúsund fermetrar og kosta um þrjá milljarða króna. Mikið er víst lagt upp úr því að innangengt sé fyrir þingmenn milli skrifstofa og fundarherbergja Alþingis. Ekki fylgir sögunni hvers vegna það er slík þolraun fyrir kjörna fulltrúa að ganga stuttar vegalengdir utandyra og fá sér frískt loft í leiðinni. Úr stjórnarráðinu berast þau tíðindi að til standi að byggja við skrifstofur forsætisráðherra í Lækjargötu. Sómi er að verðlaunatillögunni, þótt sitt sýnist vafalítið hverjum. Því er þó alveg ósvarað hvers vegna þessa ógnarviðbót þurfi við húsið sem hýst hefur skrifstofur forsætisráðherra með myndarbrag frá 1904. Í því samhengi er rétt að taka undir með sagnfræðingnum Birni Jóni Bragasyni sem bent hefur á að Þjóðmenningarhúsið, í sinni eilífu tilvistarkreppu, standi þarna steinsnar frá og henti vel til starfseminnar. Svo haldið sé áfram að tala um Alþingi og ríkisstjórn, þá má minna á að aðstoðarmenn hvers ráðherra eru nú orðnir tveir en lengst af þótti duga að þeir gætu reitt sig á embættismenn í sínum ráðuneytum. Slíkt gengur auðvitað ekki lengur enda fjöldi flokksgæðinga á lausu sem sárvantar lífserindi. Víkur þá sögu að rekstri Reykjavíkurborgar, en þar starfa hlutfallslega mun fleiri en hjá nágrannasveitarfélögunum þrátt fyrir að stærðinni ætti að fylgja hagkvæmni og minna starfsmannahald. Útsvar hefur lengi verið í lögbundnu hámarki, og borgin ætlar meira að segja að greiða sér arð úr Orkuveitunni til að fá enn meiri peninga úr að spila. Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis blásið út og lætur nú til sín taka á mun fleiri sviðum en áður. Borgin byggir veitingasali og endurreisir bragga. Ágóðans njóta veitingasalar sem leigja aðstöðuna langt undir markaðsvirði. Kostnaðaráætlanir virðast að meginstefnu gerðar formsins vegna hjá borginni, rétt eins og hjá ríkinu. Sé vikið að fyrirtækjum í eigu ríkisins er sagan nokkurn veginn sú sama. Landsbankinn ætlar að byggja 16.500 fermetra höfuðstöðvar undir starfsemi sína og kosta til þess níu milljörðum króna, þrátt fyrir að bankakerfið sé nú þegar bólgið úr hófi fram af mannafla, og að fyrirséð sé að plássþörf muni frekar minnka en aukast með áframhaldandi tækninýjungum. En áfram skal haldið í eilífri útgjaldabólgu. Svo virðist sem allir séu seldir undir sömu sök. Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í eigu ríkisins. Þannig er það gjarnan þegar sýslað er með annarra manna fé. Er ekki eðlilegt að velta fyrir sér hvort þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi allt þetta umfang og yfirbyggingu? Hvar eru stjórnmálamennirnir sem tala fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og treysta sér til að láta gjörðir fylgja orðum?
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun