Besti bardagi ársins leit dagsins ljós á UFC 236 Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. apríl 2019 06:20 Israel Adesanya nær góðum olnboga. Vísir/Getty UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15