Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 14:15 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. vísir/vilhelm Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira