Martin Hermannsson og liðsfélagar hans hjá þýska liðinu Alba Berlin mæta spænska liðinu Valencia í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitum Evrópubikarsins í körfubolta karla á Spáni.
Staðan í einvígi liðanna er jöfn 1-1 en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að verða meistari og því er um hreinan úrslitaleik að ræða í Valencia í kvöld.
Martin hefur látið mikið að sér kveða í fyrstu tveimur leikjunum en hann var næst stigahæstur með 16 stig í tapi Alba Berlin í fyrsta leiknum og skoraði svo 14 stig þegar lið hans jafnaði metin með sigri eftir framlengdan leik í Berlín á föstudagskvöldið síðastliðið.
Alba Berlin hefur náð góðum árangri á fyrstu leiktíð Martins með liðinu en liðið tapaði í bikarúrslitum, er í toppbaráttu deildarkeppninnar og getur tryggt sér sigur í Evrópubikarnum.
Liðið sem fer með sigur af hólmi í þessum leik og hampar titlinum tryggir sér sæti í Evrópudeildinni á næsta keppnistímabili.
Úrslitin ráðast hjá Martin
Hjörvar Ólafsson. skrifar

Mest lesið




Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Enski boltinn



Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn

„Við þurfum annan titil“
Enski boltinn

