Fyrsta umferð Mjólkurbikarsins klárast í kvöld Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. apríl 2019 11:30 Stjarnan er ríkjandi Mjólkurbikarmeistari karla vísir/daníel Fyrstu umferð Mjólkurbikars karla lýkur í kvöld með leik KB og Snæfells á Leiknisvellinum í Breiðholti. Önnur umferðin fór af stað um helgina. Mjólkurbikarinn fór af stað í síðustu viku en það eru mest megnis lið í neðri deildunum sem hefja leik í fyrstu umferð, þó nokkur lið úr Inkassodeildinni séu þar á meðal keppenda. Í gær fóru fram þrír leikir í fyrstu umferð. Skallagrímur tapaði fyrir KV, Selfoss vann öruggan sigur á Þrótti Vogum og Úlfarnir völtuðu yfir Vatnaliljur. Skallagrímur og KV spila bæði í þriðju deild í sumar, liðin mættust í Akraneshöllinni í gær. Gestirnir í KV byrjuðu leikinn af krafti, Einar Már Þórisson skoraði fyrsta markið eftir fjórtán mínútur og Oddur Ingi Bjarnason bætti öðru við á 34. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Viktor Máni Róbertsson þriðja mark KV sem fór með örugga forystu í hálfleikinn. Elís Dofri Gylfason veitti Borgnesingum líflínu á 51. mínútu en KV svaraði um hæl með marki frá Vilhjálmi Kaldal Sigurðssyni. Þar við sat, lokatölur 4-1 fyrir KV sem mætir ÍR í annari umferð á skírdag. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti úr Vogum, en bæði lið leika í annari deild í sumar. Hrovje Tokic kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og leiddu Selfyssingar 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu Adam Örn Sveinbjörnsson og Kenan Turudija sitt hvort markið fyrir Selfoss sem vann 3-0 sigur. Selfyssingar fara í Mosfellsbæ og mæta Aftureldingu í annari umferð. Í Fífunni unnu Úlfarinir stórsigur á Vatnaliljum 6-1. Steinar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Úlfana sem leiddu 4-1 í hálfleik. Úlfarnir, sem spila í fjórðu deild, eiga erfitt verkefni fyrir höndum í annari umferð þar sem þeir mæta Inkasso-liði Víkings Ólafsvíkur. Önnur umferð hófst um helgina þegar Sindri og Leiknir Fáskrúðsfirði mættust á laugardaginn. Sindramenn unnu 5-1 sigur. Í annari umferð, sem verður að mestu leikin um páskahelgina, verða tveir Inkassodeildar-slagir þar sem Leiknir Reykjavík og Fjölnir mætast annars vegar og Keflavík og Haukar hins vegar. Mjólkurbikarinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Fyrstu umferð Mjólkurbikars karla lýkur í kvöld með leik KB og Snæfells á Leiknisvellinum í Breiðholti. Önnur umferðin fór af stað um helgina. Mjólkurbikarinn fór af stað í síðustu viku en það eru mest megnis lið í neðri deildunum sem hefja leik í fyrstu umferð, þó nokkur lið úr Inkassodeildinni séu þar á meðal keppenda. Í gær fóru fram þrír leikir í fyrstu umferð. Skallagrímur tapaði fyrir KV, Selfoss vann öruggan sigur á Þrótti Vogum og Úlfarnir völtuðu yfir Vatnaliljur. Skallagrímur og KV spila bæði í þriðju deild í sumar, liðin mættust í Akraneshöllinni í gær. Gestirnir í KV byrjuðu leikinn af krafti, Einar Már Þórisson skoraði fyrsta markið eftir fjórtán mínútur og Oddur Ingi Bjarnason bætti öðru við á 34. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Viktor Máni Róbertsson þriðja mark KV sem fór með örugga forystu í hálfleikinn. Elís Dofri Gylfason veitti Borgnesingum líflínu á 51. mínútu en KV svaraði um hæl með marki frá Vilhjálmi Kaldal Sigurðssyni. Þar við sat, lokatölur 4-1 fyrir KV sem mætir ÍR í annari umferð á skírdag. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti úr Vogum, en bæði lið leika í annari deild í sumar. Hrovje Tokic kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og leiddu Selfyssingar 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu Adam Örn Sveinbjörnsson og Kenan Turudija sitt hvort markið fyrir Selfoss sem vann 3-0 sigur. Selfyssingar fara í Mosfellsbæ og mæta Aftureldingu í annari umferð. Í Fífunni unnu Úlfarinir stórsigur á Vatnaliljum 6-1. Steinar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Úlfana sem leiddu 4-1 í hálfleik. Úlfarnir, sem spila í fjórðu deild, eiga erfitt verkefni fyrir höndum í annari umferð þar sem þeir mæta Inkasso-liði Víkings Ólafsvíkur. Önnur umferð hófst um helgina þegar Sindri og Leiknir Fáskrúðsfirði mættust á laugardaginn. Sindramenn unnu 5-1 sigur. Í annari umferð, sem verður að mestu leikin um páskahelgina, verða tveir Inkassodeildar-slagir þar sem Leiknir Reykjavík og Fjölnir mætast annars vegar og Keflavík og Haukar hins vegar.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira