Fyrsta umferð Mjólkurbikarsins klárast í kvöld Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. apríl 2019 11:30 Stjarnan er ríkjandi Mjólkurbikarmeistari karla vísir/daníel Fyrstu umferð Mjólkurbikars karla lýkur í kvöld með leik KB og Snæfells á Leiknisvellinum í Breiðholti. Önnur umferðin fór af stað um helgina. Mjólkurbikarinn fór af stað í síðustu viku en það eru mest megnis lið í neðri deildunum sem hefja leik í fyrstu umferð, þó nokkur lið úr Inkassodeildinni séu þar á meðal keppenda. Í gær fóru fram þrír leikir í fyrstu umferð. Skallagrímur tapaði fyrir KV, Selfoss vann öruggan sigur á Þrótti Vogum og Úlfarnir völtuðu yfir Vatnaliljur. Skallagrímur og KV spila bæði í þriðju deild í sumar, liðin mættust í Akraneshöllinni í gær. Gestirnir í KV byrjuðu leikinn af krafti, Einar Már Þórisson skoraði fyrsta markið eftir fjórtán mínútur og Oddur Ingi Bjarnason bætti öðru við á 34. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Viktor Máni Róbertsson þriðja mark KV sem fór með örugga forystu í hálfleikinn. Elís Dofri Gylfason veitti Borgnesingum líflínu á 51. mínútu en KV svaraði um hæl með marki frá Vilhjálmi Kaldal Sigurðssyni. Þar við sat, lokatölur 4-1 fyrir KV sem mætir ÍR í annari umferð á skírdag. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti úr Vogum, en bæði lið leika í annari deild í sumar. Hrovje Tokic kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og leiddu Selfyssingar 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu Adam Örn Sveinbjörnsson og Kenan Turudija sitt hvort markið fyrir Selfoss sem vann 3-0 sigur. Selfyssingar fara í Mosfellsbæ og mæta Aftureldingu í annari umferð. Í Fífunni unnu Úlfarinir stórsigur á Vatnaliljum 6-1. Steinar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Úlfana sem leiddu 4-1 í hálfleik. Úlfarnir, sem spila í fjórðu deild, eiga erfitt verkefni fyrir höndum í annari umferð þar sem þeir mæta Inkasso-liði Víkings Ólafsvíkur. Önnur umferð hófst um helgina þegar Sindri og Leiknir Fáskrúðsfirði mættust á laugardaginn. Sindramenn unnu 5-1 sigur. Í annari umferð, sem verður að mestu leikin um páskahelgina, verða tveir Inkassodeildar-slagir þar sem Leiknir Reykjavík og Fjölnir mætast annars vegar og Keflavík og Haukar hins vegar. Mjólkurbikarinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Fyrstu umferð Mjólkurbikars karla lýkur í kvöld með leik KB og Snæfells á Leiknisvellinum í Breiðholti. Önnur umferðin fór af stað um helgina. Mjólkurbikarinn fór af stað í síðustu viku en það eru mest megnis lið í neðri deildunum sem hefja leik í fyrstu umferð, þó nokkur lið úr Inkassodeildinni séu þar á meðal keppenda. Í gær fóru fram þrír leikir í fyrstu umferð. Skallagrímur tapaði fyrir KV, Selfoss vann öruggan sigur á Þrótti Vogum og Úlfarnir völtuðu yfir Vatnaliljur. Skallagrímur og KV spila bæði í þriðju deild í sumar, liðin mættust í Akraneshöllinni í gær. Gestirnir í KV byrjuðu leikinn af krafti, Einar Már Þórisson skoraði fyrsta markið eftir fjórtán mínútur og Oddur Ingi Bjarnason bætti öðru við á 34. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Viktor Máni Róbertsson þriðja mark KV sem fór með örugga forystu í hálfleikinn. Elís Dofri Gylfason veitti Borgnesingum líflínu á 51. mínútu en KV svaraði um hæl með marki frá Vilhjálmi Kaldal Sigurðssyni. Þar við sat, lokatölur 4-1 fyrir KV sem mætir ÍR í annari umferð á skírdag. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti úr Vogum, en bæði lið leika í annari deild í sumar. Hrovje Tokic kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og leiddu Selfyssingar 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu Adam Örn Sveinbjörnsson og Kenan Turudija sitt hvort markið fyrir Selfoss sem vann 3-0 sigur. Selfyssingar fara í Mosfellsbæ og mæta Aftureldingu í annari umferð. Í Fífunni unnu Úlfarinir stórsigur á Vatnaliljum 6-1. Steinar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Úlfana sem leiddu 4-1 í hálfleik. Úlfarnir, sem spila í fjórðu deild, eiga erfitt verkefni fyrir höndum í annari umferð þar sem þeir mæta Inkasso-liði Víkings Ólafsvíkur. Önnur umferð hófst um helgina þegar Sindri og Leiknir Fáskrúðsfirði mættust á laugardaginn. Sindramenn unnu 5-1 sigur. Í annari umferð, sem verður að mestu leikin um páskahelgina, verða tveir Inkassodeildar-slagir þar sem Leiknir Reykjavík og Fjölnir mætast annars vegar og Keflavík og Haukar hins vegar.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira