Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 12:27 Bílar og vagnar voru brenndir í óeirðunum á götum Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Vísir/EPA Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata. Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata.
Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54