BH batt endi á einokun KR og Víkings: "Jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2019 14:00 Íslandsmeistaralið BH. mynd/bh BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn. Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn.
Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45
12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30