Banaslysið í Eldhrauni: Rútunni ekið of hratt með lélegt hemlakerfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 14:41 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að rútunni sem valt á Suðurlandsvegi vestan Hunkubakka þann 27. desember 2017 með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust hafi verið ekið of hratt. Hemlageta rútunnar var lítil og líklegt er að afstýra hefði mátt slysinu hefði hemlakerfið verið í lagi. Þá er mögulegt er að þreyta bílstjórans hafi átt þátt í orsök slyssins.Skýrsla nefndarinnar um slysið var gefin út í dag en alls voru 46 manns um borð í rútunni er slysið varð. Slysið bar að með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðar á leið í austur á Suðurlandsvegi hægði ferðina til að beygja út af til hægri inn á afleggjara að áningarstað.Rútunni var ekið í sömu átt og náði ökumaður hennar ekki að draga úr aksturshraðanum þegar fólksbifreiðin hægði á sér, en reyndi að sveigja yfir á akrein til vesturs og fara fram úr fólksbifreiðinni til að forða árekstri. Það tókst ekki og lenti hægra framhorn rútunnar á vinstra afturhorni fólksbifreiðarinnar, með þeim afleiðingum að rútan valt á hliðina.Slysstaðurinn.Mynd/Map.isErfitt reyndist að losa þá sem festust undir rútunni 44 ferðamenn voru um borð í rútunni, auk leiðsögumanns og bílstjórans en í skýrslunni segir að minnst kosti fjórirfarþegar og ökumaður köstuðust út úr bifreiðinni, en enginn þeirra var spenntur í öryggisbelti.Tveir farþegar festust undir bifreiðinni, annar þeirra lést þann 12. janúar 2018 vegna áverka sem af slysinu hlutust. Farþegi sem sat líklegast í fjórðu sætaröð vinstra megin í bifreiðinni kastaðist út og hlaut banvæna fjöláverka. Hann varð undir bifreiðinni í veltunni. Ökumaðurinn hlaut mikla höfuðáverka.Umfangsmiklar björgunaraðgerðir voru skipulagðar vegna slyssins en ellefu mínútum eftir að tilkynning um slysið barst voru fyrstu viðbragðsaðilar mættir á slysstað. Erfitt reyndist að losa þá farþega sem fastir voru undir rútunni en tryggja þurfti að bifreiðin rynni ekki af stað áður en henni var lyft. Búið var að losa þá farþega sem festust undir rútunni um tveimur og hálfum tíma eftir slysið.Líklegt að afstýra hefði mátt slysinu með betra hemlakerfi Rútan var átján ára gömul er slysið átti sér stað og í skýrslu nefndarinnar segir að skoðunarferill rútunnar bendi til þess að henni hafi verið ekið 1,2 milljón kílómetra. Við rannsókn á bifreiðinni eftir slysið kom í ljós að ástand hemlakerfis hennar var ábótavant. Hemlar í hægra framhjóli virkuðu. Engin virkni var á hemlum í vinstra framhjóli og nánast engin í hægra afturhjóli.Hemlun á vinstra afturhjóli var í lagi en fastur lykill hafði verið festur með plastbandi við útíherslu, sennilega til að hindra að útíherslan losnaði. Plastbandið var óvarið fyrir steinkasti og hafði þynnst um 21 prósent. Tæring á lyklinum gaf til kynna að hann hafi verið nýttur með þessum hætti í talsverðan tíma.Lykilinn var festur með plastbandi.Mynd/RNSAÍ skýrslu nefndarinnar segir að líkur séu á að ökumaður rútunnar hefði náð að forða árekstri við fólksbifreiðina hefði hemlakerfið verið í lagi. Nefndin telur einnig að rútunni hafi verið ekið of hratt en ökuriti og ferilvöktunarbúnaður hennar sýndu að hraði hennar hafi verið um og yfir 100 kílómetrar á klukkustund. Þá eru einnig gerðar athugasemdir við Skipulag vinnutíma ökumanns rútunnar. Við rannsókn málsins kom í ljós að sami ökumaður hafi farið með hluta af farþegahópnum í norðurljósaferð kvöldið áður, sem lauk sennilega um klukkan 21. Hvíldartími ökumannsins var því undir 10 klukkustundum. Daglegur hvíldartími skal vera að minnsta 11 klukkustundir. Í skýrslunni segir að þreyta hafi þau áhrif að árvekni skerðist og viðbragðstími lengist. Að mati nefndarinnar kann það að vera mögulegt að þreyta hafi átt þátt í orsök slyssins.Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér. Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að rútunni sem valt á Suðurlandsvegi vestan Hunkubakka þann 27. desember 2017 með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust hafi verið ekið of hratt. Hemlageta rútunnar var lítil og líklegt er að afstýra hefði mátt slysinu hefði hemlakerfið verið í lagi. Þá er mögulegt er að þreyta bílstjórans hafi átt þátt í orsök slyssins.Skýrsla nefndarinnar um slysið var gefin út í dag en alls voru 46 manns um borð í rútunni er slysið varð. Slysið bar að með þeim hætti að ökumaður fólksbifreiðar á leið í austur á Suðurlandsvegi hægði ferðina til að beygja út af til hægri inn á afleggjara að áningarstað.Rútunni var ekið í sömu átt og náði ökumaður hennar ekki að draga úr aksturshraðanum þegar fólksbifreiðin hægði á sér, en reyndi að sveigja yfir á akrein til vesturs og fara fram úr fólksbifreiðinni til að forða árekstri. Það tókst ekki og lenti hægra framhorn rútunnar á vinstra afturhorni fólksbifreiðarinnar, með þeim afleiðingum að rútan valt á hliðina.Slysstaðurinn.Mynd/Map.isErfitt reyndist að losa þá sem festust undir rútunni 44 ferðamenn voru um borð í rútunni, auk leiðsögumanns og bílstjórans en í skýrslunni segir að minnst kosti fjórirfarþegar og ökumaður köstuðust út úr bifreiðinni, en enginn þeirra var spenntur í öryggisbelti.Tveir farþegar festust undir bifreiðinni, annar þeirra lést þann 12. janúar 2018 vegna áverka sem af slysinu hlutust. Farþegi sem sat líklegast í fjórðu sætaröð vinstra megin í bifreiðinni kastaðist út og hlaut banvæna fjöláverka. Hann varð undir bifreiðinni í veltunni. Ökumaðurinn hlaut mikla höfuðáverka.Umfangsmiklar björgunaraðgerðir voru skipulagðar vegna slyssins en ellefu mínútum eftir að tilkynning um slysið barst voru fyrstu viðbragðsaðilar mættir á slysstað. Erfitt reyndist að losa þá farþega sem fastir voru undir rútunni en tryggja þurfti að bifreiðin rynni ekki af stað áður en henni var lyft. Búið var að losa þá farþega sem festust undir rútunni um tveimur og hálfum tíma eftir slysið.Líklegt að afstýra hefði mátt slysinu með betra hemlakerfi Rútan var átján ára gömul er slysið átti sér stað og í skýrslu nefndarinnar segir að skoðunarferill rútunnar bendi til þess að henni hafi verið ekið 1,2 milljón kílómetra. Við rannsókn á bifreiðinni eftir slysið kom í ljós að ástand hemlakerfis hennar var ábótavant. Hemlar í hægra framhjóli virkuðu. Engin virkni var á hemlum í vinstra framhjóli og nánast engin í hægra afturhjóli.Hemlun á vinstra afturhjóli var í lagi en fastur lykill hafði verið festur með plastbandi við útíherslu, sennilega til að hindra að útíherslan losnaði. Plastbandið var óvarið fyrir steinkasti og hafði þynnst um 21 prósent. Tæring á lyklinum gaf til kynna að hann hafi verið nýttur með þessum hætti í talsverðan tíma.Lykilinn var festur með plastbandi.Mynd/RNSAÍ skýrslu nefndarinnar segir að líkur séu á að ökumaður rútunnar hefði náð að forða árekstri við fólksbifreiðina hefði hemlakerfið verið í lagi. Nefndin telur einnig að rútunni hafi verið ekið of hratt en ökuriti og ferilvöktunarbúnaður hennar sýndu að hraði hennar hafi verið um og yfir 100 kílómetrar á klukkustund. Þá eru einnig gerðar athugasemdir við Skipulag vinnutíma ökumanns rútunnar. Við rannsókn málsins kom í ljós að sami ökumaður hafi farið með hluta af farþegahópnum í norðurljósaferð kvöldið áður, sem lauk sennilega um klukkan 21. Hvíldartími ökumannsins var því undir 10 klukkustundum. Daglegur hvíldartími skal vera að minnsta 11 klukkustundir. Í skýrslunni segir að þreyta hafi þau áhrif að árvekni skerðist og viðbragðstími lengist. Að mati nefndarinnar kann það að vera mögulegt að þreyta hafi átt þátt í orsök slyssins.Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér.
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19