Komin með skólavist en eftir situr krafa móður um ráðgjöf sem hentar IA skrifar 16. apríl 2019 06:15 Hrönn fékk mikil viðbrögð við bréfi sínu til ráðherra í Fréttablaðinu. Ellefu ára gömul einhverf stúlka er nú komin aftur með skólavist eftir að foreldrar hennar fengu tilkynningu í síðustu viku um að grunnskólinn sem hún gekk í treysti sér ekki lengur til að tryggja öryggi hennar eða starfsmanna skólans. Stúlkan var nýlega greind einhverf. Móðir hennar, Hrönn Sveinsdóttir, skrifaði opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu á föstudag. Þar krafðist hún þess að brugðist yrði við og dóttir hennar fengi skólavist og ráðgjöf sem hentaði henni. Hrönn kveðst hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu og að dóttir hennar sé nú komin með tímabundna skólavist. Eftir sitji samt sem áður krafan um ráðgjöf við einhverfu sem henti dóttur hennar. „Hún er búin að fá tímabundið úrræði í Hamraskóla. Ég fékk að vita það seint á föstudag að það væri búið að redda því og það kemst í gagnið eftir 6. maí. Ég fer á fund eftir páska til að ræða það, en eftir stendur krafa mín um að við fáum aðgang að einhverfuráðgjafa sem er með okkur í meðferð, bæði okkur foreldrana og hana. Að hjálpa til við heimilið og lífið,“ segir Hrönn. Hún segir að hún vilji að bæði sé slíkur aðili með þeim heima og með stúlkunni í skólanum. Hún bendir á að hér starfi sjálfstætt starfandi ráðgjafar sem sérhæfi sig í einhverfu eins og dóttir hennar er greind með og að henni finnist eðlilegt að ríkið taki þátt í þeim kostnaði sem fylgir að fá aðstoð þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Ellefu ára gömul einhverf stúlka er nú komin aftur með skólavist eftir að foreldrar hennar fengu tilkynningu í síðustu viku um að grunnskólinn sem hún gekk í treysti sér ekki lengur til að tryggja öryggi hennar eða starfsmanna skólans. Stúlkan var nýlega greind einhverf. Móðir hennar, Hrönn Sveinsdóttir, skrifaði opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu á föstudag. Þar krafðist hún þess að brugðist yrði við og dóttir hennar fengi skólavist og ráðgjöf sem hentaði henni. Hrönn kveðst hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu og að dóttir hennar sé nú komin með tímabundna skólavist. Eftir sitji samt sem áður krafan um ráðgjöf við einhverfu sem henti dóttur hennar. „Hún er búin að fá tímabundið úrræði í Hamraskóla. Ég fékk að vita það seint á föstudag að það væri búið að redda því og það kemst í gagnið eftir 6. maí. Ég fer á fund eftir páska til að ræða það, en eftir stendur krafa mín um að við fáum aðgang að einhverfuráðgjafa sem er með okkur í meðferð, bæði okkur foreldrana og hana. Að hjálpa til við heimilið og lífið,“ segir Hrönn. Hún segir að hún vilji að bæði sé slíkur aðili með þeim heima og með stúlkunni í skólanum. Hún bendir á að hér starfi sjálfstætt starfandi ráðgjafar sem sérhæfi sig í einhverfu eins og dóttir hennar er greind með og að henni finnist eðlilegt að ríkið taki þátt í þeim kostnaði sem fylgir að fá aðstoð þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira