Komin með skólavist en eftir situr krafa móður um ráðgjöf sem hentar IA skrifar 16. apríl 2019 06:15 Hrönn fékk mikil viðbrögð við bréfi sínu til ráðherra í Fréttablaðinu. Ellefu ára gömul einhverf stúlka er nú komin aftur með skólavist eftir að foreldrar hennar fengu tilkynningu í síðustu viku um að grunnskólinn sem hún gekk í treysti sér ekki lengur til að tryggja öryggi hennar eða starfsmanna skólans. Stúlkan var nýlega greind einhverf. Móðir hennar, Hrönn Sveinsdóttir, skrifaði opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu á föstudag. Þar krafðist hún þess að brugðist yrði við og dóttir hennar fengi skólavist og ráðgjöf sem hentaði henni. Hrönn kveðst hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu og að dóttir hennar sé nú komin með tímabundna skólavist. Eftir sitji samt sem áður krafan um ráðgjöf við einhverfu sem henti dóttur hennar. „Hún er búin að fá tímabundið úrræði í Hamraskóla. Ég fékk að vita það seint á föstudag að það væri búið að redda því og það kemst í gagnið eftir 6. maí. Ég fer á fund eftir páska til að ræða það, en eftir stendur krafa mín um að við fáum aðgang að einhverfuráðgjafa sem er með okkur í meðferð, bæði okkur foreldrana og hana. Að hjálpa til við heimilið og lífið,“ segir Hrönn. Hún segir að hún vilji að bæði sé slíkur aðili með þeim heima og með stúlkunni í skólanum. Hún bendir á að hér starfi sjálfstætt starfandi ráðgjafar sem sérhæfi sig í einhverfu eins og dóttir hennar er greind með og að henni finnist eðlilegt að ríkið taki þátt í þeim kostnaði sem fylgir að fá aðstoð þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Ellefu ára gömul einhverf stúlka er nú komin aftur með skólavist eftir að foreldrar hennar fengu tilkynningu í síðustu viku um að grunnskólinn sem hún gekk í treysti sér ekki lengur til að tryggja öryggi hennar eða starfsmanna skólans. Stúlkan var nýlega greind einhverf. Móðir hennar, Hrönn Sveinsdóttir, skrifaði opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu á föstudag. Þar krafðist hún þess að brugðist yrði við og dóttir hennar fengi skólavist og ráðgjöf sem hentaði henni. Hrönn kveðst hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu og að dóttir hennar sé nú komin með tímabundna skólavist. Eftir sitji samt sem áður krafan um ráðgjöf við einhverfu sem henti dóttur hennar. „Hún er búin að fá tímabundið úrræði í Hamraskóla. Ég fékk að vita það seint á föstudag að það væri búið að redda því og það kemst í gagnið eftir 6. maí. Ég fer á fund eftir páska til að ræða það, en eftir stendur krafa mín um að við fáum aðgang að einhverfuráðgjafa sem er með okkur í meðferð, bæði okkur foreldrana og hana. Að hjálpa til við heimilið og lífið,“ segir Hrönn. Hún segir að hún vilji að bæði sé slíkur aðili með þeim heima og með stúlkunni í skólanum. Hún bendir á að hér starfi sjálfstætt starfandi ráðgjafar sem sérhæfi sig í einhverfu eins og dóttir hennar er greind með og að henni finnist eðlilegt að ríkið taki þátt í þeim kostnaði sem fylgir að fá aðstoð þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira